Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 33
BÚjSTAÐARRIT
27
Bókstafirnir í fremsta dálki tákna áttir, I er í stakkn-
um V2 m. írá jörðu, II er 1 m. og III er V/s m. frá
jörðu. Þessir mælingastaðir allir voru ákveðnir af Þ. Þ.
Klementz og sömuleiðis mælingarnar, sem gerðar voru í
stakknum tvo fyrstu dagana, meðan verið var að dæla.
— Hinn 21. júlí var líka dælt, en mælingaskráin sú
blotnaði, og varð ólæsileg að nokkru ieyti, og er því al-
veg sleppt. — 22. júlí var breytt til um mælinguna,
eins og taflan sýnir, og síðasta daginn var að eins mælt
á undan og eftir dælingu. — Dælan var drifin með
tractornum „Austin", og var höfð í gangi í 60 mínútur
í hvert sinn. Fyrsta og annan daginn vaið að stöðva
tractorinn, fyrri daginn eftir 25 mínútur, hinn siðari
eftir 15 mínútur, og var þá dælt í tveim lotum, og
varð 10 mínútna hlje milli þeirra hvorn daginn.
Hitinn var mældur með tveim hey-hitamælum —
þess vegna er mælt að eins á tveim stöðunr i senn,
meðan dæling stóð yfir. Soglofts-hitinn var mældur í
snigils-opinu. Talan i efri línu sýnir hæsta soglofts-hita
í hvert sinn, og var honum náð eftir 2—5 mínútna
dælingu. Það var látið ráða hvenær dælingu var hætt,
að soglofts-hitinn væri þá kominn niður í um 25°.
Það sýnist ljóst af hitamælingunum, að dælingin eða
loftsogið inn i gegnum stakkinn, dragi all-verulega úr
hitanum í svipinn, en heldur ekki meira en í svip, því
að þegar sólarhringur er liðinn, þá er hitinn orðinn
álíka mikill og hann var, áður en síðasta dæling byrj-
aði, og virðist vera hjaðningavíg milli dælunnar og hit-
ans i stakknum, sem ekki lelðir til sæmilegrar heyverk-
unar. Þess ber líka að gæta, að allar mælingar eru
teknar inni í stakknum í nánd við pípurnar lóðrjettu,
þar sem sogið eðlilega er mest, enda virtist ekki verða
fcjeð að dælan hefði haft áhrif á verkun heysins, nema
inn við pípurnar, og að svo muni jafnan verða, þegur
um fingert, mjúkt hey er að gera, sem þjappast fast
saman í stakk, minsta kosti með því fyrirkomulagi á