Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 69
BUNAÐARRIT
63
Efnagieiningarnar á Hvítár-vatninu, sem farið er hjer
eftir, eftir Ásgeir Torfason, eru gerðar á vatninu með
veDjulegu gruggi, en eins og áður er á minst, ætti það
að setjast á landið og koma að betri notum en upp-
leystu efnin (það af því, sem kemst á landið), en svo er
að sjá af skilagrein Ásgeirs, að efna-innihaldið raskist
ekki mikið hvað snertir áburðarefnin, þótt grugg sje
reiknað frá. Öðru máli er því að gegna, þegar um veru-
legt leysingarvatn er að ræða og árnar í foráttu, enda
er það einmitt slíkt vatn, sem kemur á sjálf-flæðiengín.
ÁTeitni' og jarðefniu. En þó nú nánari rannsóknir
en nú eru fyrir hendi, leiddu það í Ijós, að eigi sje
treystandi á næringarefna innihald Hvítár-vatnsins, þá
er það, út af fyrir sig, engin óræk sönnun þess, að
áveita á Flóarm sje ófær. Því allvíða hefir það komið i
ljós hjer á landí, að áveitur borga sig og eru fyllilega
rjettmætar, enda þótt vatnið gefl ekki fyllilega uppbót á
þeim næringarefnum, sem heyfengurinn rænir jarðveginn.
Áveiturnar verða þar til þess, að frjóefni jarðvegsins
leysast og notast örar en áður, svo afraksturinn eykst
um lengri eða skemmri tima. En hve langt árabil það
verður, sem áveiturnar gera þess konar gagn, hlýtur
eðlilega að koma mikið undir þeim næringarefna-forða,
sem í jarðveginum er.
Eftir efnagreiningu á jarðvegi úr Breiðumýri í Flóa1)
er í 30 cm. dýpi í jarðveginum nægilegur kalí-forði í
ca. 1500 hesta heys í hektara, en af fosforsýru og
köfnunarefni ca. 9000.
Samanburður á þessu tvennu, hvað fæst með áveitu-
vatninu áriega og hvaða forði er í jarðveginum, bendir
ótvíiæðlega á, að notin af áveitunni verða að vera að
miklu leyti í því fólgin, að jarðefnin, sem fyrir eru,
notist örar en áður.
1) K. Thalbitzer: Áveita á Miklavatnsmýri. (Búnaðarrit 1911).