Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 61
BÚNAÐARRIT
55
Þá mælir hann og fyrir skurðum, er flytja 30 cm.
fljúpt vatn á áveitusvæöið alt, á nái. 30 dögum, með
þeirri vatnshæð, sem hann telur mega reikna í Hvítá.
Vatnshæðar-mælingar í Hvítá við Brúnastaðaflatir hafa
sýnt, að vænta má að vatnsmagnið væri fyllilega eins
mikið.
Þurk-skurðum gerir hann ráð fyrir af samsvarandi
stærð, er geti flutt sama vatnsmagn af landinu á sama
tíma. — Kostnaðinn við þetta telur hann 600 þús. kr.,
og er þó eigi talinn neinn kostnaður við flóðgaiða og
aðrar aðgerðir á hverri einstakri jörð. — Áður hafði að
eins verið mælt fyrir að ná vatni upp á flæmið í heild
sinni. Raðagerð Thalbitzer’s fer það mikið lengra, að þar
á að sjá hverjum búanda fyrir áveitu-vatni að sinni
landareign. Að Thalbitzer áieit þess ekki þörf að fara
lengra, kom eðlilega til af því, hvernig hann hugsaði
sjer framkvæmd verksins.
Hann áleit hentugast að landið legði fram fjeð til
framkvæmdanna, og fengi kostnað sinn að miklu leyti
endurgoldinn með því, að áveitubændur ljetu landspildu
af áveitusvæðinu upp f kostnaðinn. Honum þótti við-
sjárvert að leggja þær álögur á bændurna, sem þyrfti
til að greiða áveitukostnaðinn, en fanst þeir gætu sjálfir
komið sjer upp görðum á jöiðum sínum, ef þeir slyppu
undan aðal-kostnaðinum, enda þótt jarðirnar yrðu ekki
eins víðlendar eftir sem áður. Hann fór jafnvel svo langt
i þessum hugleiðingum sínum, að hann áleit suma hverja
geta fengið meira upp úr afhending landspildna til hins
opinbera, en sem næmi áveitukostnaðinum, svo þeir
fengju handbært fje í garðahleðslu og annað.
Vafalaust hefir þar vakað fyrir Thalbitzer verð á lönd-
um bænda í Danmörku, þar sem hver skiki er mikils
virði. Til þess að geta gert sjer grein fyrir því, hvort
þetta í raun og veru er framkvæmanlegt á þenna hátt,
verður að gæta þess, hve miklu nemur skynsamlegt
matsverð á áveitulandinu, því að því að eins er þetta