Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 78
72
BÚNAÐAREIT
má geta, aS á meðan Jóhann var aö ná þroska og þoli
í íje sitt, þá Jjet hann ekki ærnar fá lömb fyr en á 3.
vetri. Þegar jeg kyntist fje Jóns bónda Jónassonar í
Haga, sem all-frægt er mðið fyrir vænleik, og þegar
þab var í sínum mesta blóma, þá minti það mig mjög
á gamla Lýtingsstaða-fjeð.
Hrútur sá, sem móðir mín keypti aí Jóhanni, var
stór og myndarlegur, en ekui fríður, nokkuð hvítur í
andliti með svarta dropa. Hiúturinn frá Pjetri varð
meðalkind á stærð, gulur í andliti og á fótum og friður
sýnum. Hann var þykkvaxirm og með afbrigðum holda-
góður, ullþykkur með stutt gormhrokkið tog. Pjetur var
talinn að eiga gott fje, fór Jíka vel með það. Jeg man
vel eftir að nokkrar ær hans voru gular 1 andliti og á
fótum, friðar sýnum og með smáhrokkið tog. En gult
fje var fremur fátt i Lýtingsstaðahreppi á þeim tímum.
Pjetur átti töluvert af dökkleitu fje, einkum gráu. Móðir
gula hrútsins var Ijósgrá, nreð hvíta blesu framan í,
neðan af nasahrygg og upp á milli horna. Jeg veitti
henni sjerstaka eftirtekt. Hún var þykkvaxin, holdug og
hnellin, og sómdi sjer vel, og taldi Pjetur hana með
sínum bestu ám, og kvaðst af henni hafa fengið eitt
hið vænsta reifi, þegar hún var tvævetur. Undan Gul
Blesusyni komu vænar og ábyggilegar kindur, en ekki
stórar; en töluveit fæddist af gráum og gráblesóttum
lömbum undan honum.
Undan þessum fyrtöldu hrútum voru ær þær, sem
móðir mín flutti með sjer að Mársstöðum, enda báru
þær þess ]jós einkenni, sumar stórvaxnar, hvítar eða
dropóttar í andliti, dætur Lýtings, en hinar minni vexti
og andlitsgular. Ein eða tvær þeirra voru ljósgráar,
Teigs dætur. — Svo var móðir mín á ýmsum stöðum
í Vatnsdal í 11 ár, og voru ær hennar fóðraðar á ýms-
um stöðum, ýmist á útbeitar- eða innigjafar-jörðum,
og íengu að sjálfsögðu við ýmsum hrútum; þó vissi jeg
til þess, að eitt sinn fengu nokkrar þeirra við góðum