Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 79
BÚNAÐARRÍT
73
hrtít, sem til var í Hvammi. Yar hann kynjaðnr frá
Magnúsi bónda Steindórssyni, sem bjó í Hnausum. Hann
átti vænt og myndarlegt fjo, flest gult í andliti. Öðru
sinni fengu þær allar við góðum hrút, sem til var á
Bakka i Vatnsdal, kynjaður frá Birni Sigfússyni á Kornsá,
og heflr hann löngum átt vænt og afuiðamikið fje.
Vonð 1907 fluttist móðir mín að Hnausum í Þingi.
Þá voru norðan-ærnar vitanlega allar dauðnr, en dætur
og dætradætur þeirra komnar i skarðið. Þetta sarna vor
flutti jeg einnig að Hnausum. Var þar lausamaður, og
sá um skepnur okkar móður minnar. Þá voru nú ærnar
orðnar nokkuð ósamstæðar, þó voru nokkrar þeirra, sem
báru glögt ættarbiagð af norðan-ánum, einkum Teigs-
dætrum. í ánum voru þá 4 ær, sem gátu talist góðar.
Ein þoirra var Ijósgrá. Önnur var gul, þjettvaxin, hold-
góð, gljásnögg í andliti og fríð sýnum, en helst til lítil
sem hrútsmóðir.
Veturinnn 1907—’8 leiddi jeg svo þessa á að Sveins-
stöðum, undir góðan hrút, sem Magnús bóndi Jónsson
át.ti. Hrútur þessi var mjög svipaður ánní að holdafari,
lit og sköpulagi. Hann var mesta þols og dugnaðar kind
og ljómandi fallegur, enda gerði hann miklar kynbætur
á Sveinsstöðum. Undan honum voru flestar ærnar, sem
Magnús stofnaði ijárbúið með árið 1910. Hrútur þessi
var keyptur frá Jóhannesi bónda á Auðunnarstöbum í
Viðidal, þegar fje hans stóð með mestum blóma.
Vorið 1908 fluttum við móðir min hingað að Gottorp
með 19 ær. Þá um voiið fæddi Gul, sem fyr er nefnd,
þriflegt hrútlamb með gula fætur, gulan blett ofan á
hálsi og hvítan belg. Þar með var í heiminn borinn
fyrsti kynfaðir kinda minna, eftir að þær komu að Gott-
orp. Um haustið var hann þriflegur og fallegur, en ekki
Btór. Jeg kallaði hann Öðling. Þegar hanu óx upp, likt-
i&t hann mjög foreldrum sínum, einkum þó móður sinni.
Hann var þó alla tíð fremur smár, og varð aldrei þyngri
on 180 'R, en hann var með afbrigðum hraustur, vel