Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 31
BÚNAÐARRIT
25
Síðari teegundin hefir ekki reynst eins vel og sú
fyrri. Guðjón Samúélsson.
X. Heyþnrkunarv,icl Þorkels 1*. Clementz.
Eins og nafnið bendir á, er vjelin til þess ætluð að
þurka með henni hey — á þann hátt, að grasþurt hey
er borið saman í keilulagaðan stakk, og ofan á og utan
um blikkhólka, 20 cm. víða að þvermáli, sem tilheyra
vjelinni, og á vjelin að dæla loít um þessi rör gegnum
stakkinn, þegar kominn er í hann 50—60° hiti á Celsius
— og þurka þannig heyið.
Aðal-hluti vjelarinnar er nokkurs konar snigill, og í
honum spjaldakall (vifta), er stendur í sambandi við
drifhjól utan á sniglinum, og er ætlast til að það sje
knúið með mótorafli, til þess að snúa viftunni, sem þá
sogar loft inn í gegnum stakkinn eftir pipunum áður-
nefndu. Frá sniglinum er lögð lárjett pípa, heil á hlið-
unum, svo löng að svari hálfu þvermáli stakksins í botn-
inn, en í samband við hana eru settar lóðrjettar pípur,
með götum á hliðunum, fleiri eða færri, þ. e. hærri eða
lægri, eftir vild, og er efsti pípuhólkurinn lokaður að of-
an. Kringum og upp yfir þessa hólka er heyinu stakkað.
Hinn 16. júlí var borinn upp stakkur af gróðrarstöðvar-
töðu — mestmegnis nýslegin og grasþur — 35 m. i þver-
mál að neðan og álíka hár, nokkuð að sjer dreginn, og
var hann fullgerður kl. 6 síðdegis. Næsta dag var ekki
kominn nægur hiti í stakkinn til þess að dæla, og næsta
dag þar á eftir var stakkurinn að steypast, líklega aðal-
lega vegna misjafns hita áveðurs og undan vindi. Var
þá stakkað um 18. júlí, og borinn upp annar stakkur,
álika og hinn fyrri, en minna að sjer dreginn, og allur
minni fyrirferðar, af því að nú var heyið bælt og sigið.
Stærð stakksins mældist þá þannig: