Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 59
BtiNAÐARRIT
öS
Bollaleggingar Sæm. Eyjólfssonar eru talsvert ítaileg-
ar, og eru allar Jíkur til þess, að þær hafl verið áhrifa-
miklar um framtíð málsins seinna.
Þótt áætlunin sje ófullkomin, er honum það Ijóst, að
eigi er hún fullgild, nema gert sje álit á því, hve mikið
fáist fyrir fje það, sem lagt er i verkið, og er það í
stuttu máli hans álit, að útheyskapur þrefaldist, en
kostnaðnrinn við öflun hans nokkru meira en tvöfaldist.
Árstekjur af áveitunni verði nál. 105 þús. kr., en önnur
verk, auk aðfærsluskurðsins, telur hann verði um 40
þús. kr. Og þó svo ólíklega vilji til, að hans áliti, að
verkið kosti alt í alt 200 þús. kr., þá borgi áveitan upp
allan kostnað á tveim árum.
Eðlilegt er að svona glæsilegur útreikningur hafl náð
þeim tökum á almenningi, að málið yrði trauðla svæft,
meðan ummæli þessi lifðu i minnum manna, eða eimur
af þeim.
Daufara er hljóðið í Sæm. Eyjólfssyni árið eftir, þar
sem hann í Skýrslu Búnaðarfjelags Suðuramtsins árið
1895 segir að mönnum þyki áveitu-fyrirtækið „horfa til
svo mikils kostnaðar, að bændur 1 þessum sveitum
treystast ekki að koma því til framkvæmdar". Og það
þó ágiskun hans um kostnað og hagnað — um að alt
borgist á tveim árum — hafl ekki verið hrakin. Að
minsta kosti höfum við ekki fundið neitt slíkt prentað,
svo það hafl komið fyrir almennings sjónir.
Það sama ár mælir Sæm. Eyjólfsson fyrir upptöku
Hvítár á Brúnastaðaflötum og vestan við Brúnastaða-
holt. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að Hvítá verði
flýrari en Þjórsá á Flóann. Hann áætlar Hvítár-skurðinn
jafn-dýran Þjórsár-skurðinum um Merkurlaut — en
áveitusvæðið þaðan vitanlega mikið minna. — Hjer virð-
ist vaka alveg sama fyrir Sæm. og áður; rannsóknin í
sjálfu sjer mætti staðnæmast við það, að vatn „náist
upp á“ Flóann. Því þegar hann hefir fullvissað sig um,