Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 73
BtíNAÐARRIT
67
skutðir, samhliða niðurgiöfnu skuiöunum — kemur til
af því, að talið hefir verið nauðsynlegt að komast hjá
því sem mest, að setja stiflu í aðal-vatnsrásirnar — og
það altaf óþægindum bundið að koma vatninu úr niður-
gröfnum skuiðum út á flatneskjuna. Þó virðist þetta
heppnast í Miklavatnsmýrinni. Og að svo reynist þar,
gefur undir fótinn að athuga gaumgæftlega, hvort ekki
sje hægt að komast hjá tvöföldum skurðum meira en
gert er. Því við verðum að ganga að því vísu, að með
tímanum aukist ræktun Fióans og verði „intensivari*
en búist verður við að hún verði til lengdar með áveit-
um einum, og þá verður það mikils virði að skurða-
kerfið verði Bem þjettast, svo það komi þá að betri not-
um til framræslu. Upphlöðnu rennurnar koma aldrei
noma að einhliða gagni, og þá — þegar fram í sæklr
lengra — má búast við að gagn þeirra minki að sama
skapi og gagn skuiðanna eykst.
Framtíð Flóans. Vjer gerum ráð fyrir að til sje
íje það, sem áætlað hefir venð að þyifti til áveitu á
Flóann, og það sje ekkert því til fyrirstöðu, að hlutað-
eigendur verði aðnjótandi láns þess og styrks, sem þeim
er heimill iögum samkvæmt, og það komi ekki til mála
að hvika frá því áformi að fje það notist til þess, að
auka jaiðrækt og búsæld í þessu iandbúnaðar-hjeraði
voru.
En þar fer saman hagur einstaklinganna og ríkisins,
sem styður þá, að fje það, hvoit það er lán eða styrk-
ur, beri sem mestan og skjótastan og tryggastan aið.
Að voiu áliti er engin vissa fyrir því, að áveitu-
Bkurður úr Hvítá sá hinn mikli, sje með öllu það ein-
asta og besta, sem gert verði hjeraði þessu til viðijett-
iogar, ekki síst eins og búnaðarastandið er nú, en álögur
hans koma á jarðirnar svo til í einu. En — eins og
fyr heflr verið minst á — ef þetta fyrirhugaða verk er