Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 40
34
BÚNAÐAKRIT
Mélgras. Vanalega er melgras fullþroskað um miðjan
september. Best að safna því frá 10.—20. sept. Þegar
axið er fullvaxið, breytir það lit, missir græna litinn,
en verður bleikt. Losnar þá kornið í því, og fýkur, ef
stormur kemur.
Fræinu skal sá svo fljótt að vorinu, sem hægt er,
strax og klaka ieysir. Gæta skal þess að sá ekki of
þjett, við það verða plönturnar kraftminni. Því skal sá
ca. 10 cm. niður. Best að sá í plógför, með t. d. 50
cm. millibili, eða í holur, sem grafnar eru. Gera skal
þær 10—20 cm. djúpar og losa botninn vel; skulu þær
settar þannig í raðir, að hver röðin loki annari (likt og
margir setja jarðepli). Holurnar eru vanalega hafðar um
70 cm. í þvermál og 1 m. milli þeirra, Botninn skal
vera sijettur, annars vill fræið safnast þangað, sem lægra
er, og liggja þar of-þjett. Best er að hera ábuið í hol-
urnar, yflr fræið, og strá svo litlu af sandi yfir. Dreif-
sáning reynist eigi vel, nema breitt sje yfir sáninguna
t. d. lyng, víðir, hey, þari eða annað haldgott efni.
Melfræ er hægt að fá keypt hjá sandgiæðslu-verði, ef
beðið er um það í tíma, t. d. sumarið áður en á
að nota það. Verð á því hefir verið 25—35 au. pr.
pd,, þ. e. 50—70 au. fyrir kg.
Melgras má gróðursetja, þ. e. taka plöntur upp og
setja þær niður aftur. Á rótum plantnanna eru liðir, og
skal einn rótarliður fylgja hverri plöntu, sem gróðursett
er, og hún sett vel djúpt niður, t. d. upp á mitt blaðs-
liður. Frá rótailiðnum koma rótarskot^ sem jarðfesta
plöntuna.
Melgras vex best í lausum og heldur þurrum jarðvegi.