Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 60
BÚNAÐARRIT
K4
að hægt sje að leiða vatn úr Hvítá í Hróarsholta-læk,
telur hann verkið með því einu framkvæmanlegt.
Glæsilegar gróðavonir Sæm. Eyjólfssonar gátu því eigi
kveikt þann eld í hugura manna, að þeir hjeldu málinu
slitalaust vakandi þar eystra, enda þótt ráða megi af
likum að það hafl vakað í hugum margra draumurinn
Sæmundar um þrefalda heyfenginn — og alt borgaðist
á tveimur árum.
Það er fyrst á Alþingi 1905, að veittur er styrkur til
mælinga í Flóanum. Er fróðlegt að taka eftir ummæl-
um 1. þm. Árnesinga, Hannesar Þorsteinssonar, er hann
mælti með fjárveiting þessari. Því liklegt er að af um-
mælum hans megi beint ráða, hvernig hugir manna og
taJ hneigðist sð málinu þá.
Hann segir meðal annars:
„Það er all-langt síðan mönnum hefir dottið í hug,
hvort ekki myndi kleyft að veita Þjórsá yfir Flóa og
Skeið, er með þessari áveitu mætti breyta í frjósaman
akur, er myndi gefa af sjer margfalda eftirtekju við það
sem nú er“.
Ennfremur að „fyrirtækið útheimti nákvæma rann-
sókn og nákvæmar áætlanir, er á má byggja". — Hann
veit að í ráði er að fá mann frá útlöndum, sem geiði
áætlun um verkið, og jafnframt um gagn fað, sem af
þessu yrði.
Mælingar Thalbitzer’s. Upp úr þessu kemur Thal-
bitzer til sögunnar, eins og kunnugt er.
Árangurinn af verki hans, sumarið 1906, er í aðal-
atriðum þessi:
Hann kemst að raun um, að hægt er að taka skurð
úr Hvítá, nálægt Brúnastöðum, á sömu slóðum og
Sæm. Eyjólfsson mældi, en hverfur frá Þjórsár-áveitu á
Flóann sem óframkvæmanlegri.