Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 96
90
BONAÐARRIT
GuÖmundur Jónsson í Hoffelli skiifaÖi í „Tímann"
um lækningu með tjörugufu. Hann raðleggur að taka
járnplötu, á hana leggur hann dulu, bleytta i steinolíu,
sem hann kveikir í, siðan lætur hann tjöruna leka í
logann, platan verður fljótt heit og tjaran gufar þá fljótt
upp; hann hjelt þessu áfram þar til svælan var svo
mik I, að hann sá að eins nokkur skref frá sjer. Fjeð
Ijet hann vera í húsinu í 8 stundir. Er hann hleypti því
út, var hvita fjeð hjer um bil svart. Þessi aðferð er
mjög ódýr. Hann álitur að til þess að svæla 50 kindur
þurfi 1 pela af tjöru.
Gufan gæti verið rjettmæt til þess að forðast veikina
— fjeð þá gufað 2—3 sinnum á vetii — en veikt fje
er tæplega óhætt að gufa, gufan drepur tæplega orm-
ana, en af því að fjeð fær ákafan hósta, hóstar það
þeim upp. Á Fljótsdalshjeraði hefir þessi aðfeið verið
reynd, en hefir reynst vaihugaveið. Af þeim lyfjum, sem
sprautuð hafa verið í barkann, má nefna 1% kaiból-
vatn, l#/«o kalíumpicronitricumvatn, bómolíu og teipen-
olíu blandað til helminga, 5 giömm í einu og ítreka
það tvisvar, klórófoim 15 — 30 dropa, miðað við aldur
og þroska. Sumt af þessum lyfjum er lítt reynt, og flest
eru þau eitruð og þvi varasöm í meðförum. Það lyf,
sem mjer hefir reynst langbest, er blöndun af joð —
joðkalíum upplausn (2 : 10 : 100), með teipentínolíu og
bómolíu í hlutföliunum 1:1:2. — Rcp. Joði gr. 2
Joðet. kalic. gr. 10 Aqvae destill. gr. 100 Aetherol terc-
binth. gr. 112 01. olivae gr. 224. — Af þessaii blöndu
nota jeg 4 kúbiksentímetra (8 bólusetningarskamta), sem
jeg sprauta inn í barkann á kindinni tvisvar til þrisvar
sinnum með tveggja til þriggja daga millibili. Aðfeiðin
við að sprauta er þannig: hjalparmaður stendur klof-
vega yfir kindina og heldur höfðinu upp, halsinn er
rúinn eða kliptur, svo að barkinn er ber á ca 10 cm.
löngu stykki neðan við barkakýlið, bólusetjarinn tekur
síðan nálina með hægri hendi, með vinstri hendi tekur