Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 171
BÚNAÐARRIT
165
landinu, og gefið sýkinni nýjan vind í seglin. Eftir aö
próf. C. 0. Jensen hefir talað um óbeina kostnaðinn,
sem af gin- og klaufaveikinni leiðir, bætir hann við:
„Þegar svo hjer við bætist að gin- og klaufaveikin getur
verið svo illkynjuð að hún drepur helmingiun, jafnvel
fjóra fimtu hluta, af fullorðnu dýrunum, sem sýkjast,
og aO áhafnir heils landshluta strádrepast á fáeinum vik-
um, þá er það skiljanlegt þótt hin ýmsu lönd, þar sem
sjúkdómurinn ekki er landlægur, reyni á allan mögu-
legan hátt að tryggja sig gegn innflutningi hans“.
Öll venjuleg húsdýr eru móttæk fyrir gin- og klaufa-
veikina og mörg vilt dýr einnig. Næmust eru klaufdýrin
og sýkin legst einnig þyngst á þau. Alment er talið að
nautgripir sjeu móttækilegastir fyrir sýkina, þá svín og
þar næst sauðfje og geitur. Út af þessu getur þó brugðið,
og fer það eftir tegund og eðli sýkiefnisins. Viiðast þá
allar þessar dýrategundir jafn móttækar fyrir sýkina, og
hún leggjast álika þungt á þær. Miklu sjaldgæfara er
að hundar, kettir, hestar og hænsni fái veikina, en þó
geta öll þessi dýr fengið hana. Talið er að hesturinn
sje minst móttækur fyrir sýkina, af þeim dýrategundum,
sem þegar eru nefndar. Einstöku sinnum ber það og við
að menn taka veikina, einkum börn.
En auk húsdýranna geta einnig margar viltar dýra-
tegundir tekið sýkina. Mi þar fyrst nefna rottur og mýs.
Ro'tur fá oft sýkina, og auðvitað hefir það mikla þýð-
ingu, þar sem þær þá hæglega geta smitað bæ frá bæ, þrátt
fyrir allar sóttvarnarráðstafanir. Hreindýr, buflar, hiitir
og mörg fieiri dýr geta og sýkst af gin- og klaufaveiki.
Gin- og klaufaveikin er ákaflaga næmur (smitandi)
sjúkdómur, og líkist í því efni inflúensu eða spönsku
veikinni. Vegna þessa eiginlegleika breiðist hún svo ört
út og veiður von braðar að landfarsótt (epidemi), sem
siðan bieiðist land úr landi. Fyr á öldum álitu menn
að loftslag, tíðarfar og skemt fóður væri orsök sýkinnar,
en 1764 sannaði Sagan að sýkin var bráðnæm. Smátt