Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 122
búna«arrit
116
Af töflunum sjest, að síldarmjölsflokkurinn hefir á
undirbúningsskeiði fengið sama fóður og flokk-
arnir i starheystilrauninni 1921, og að þyngdarbreyt-
ingin er svo að segja sú sama.
Eftirfarandi útdráttur úr aðaltöflum sýnir fóðrun
ánna á tilraunaskeiði, og einnig þyngd og
þyngdarbreytingar þeirra i lok skeiðsins. Allir flokk-
arnir eru teknir með og síldarmjölsflokkurinn nefndur
III. flokkur.
Flokkar: Dagfóöur meðalærinnar í kg Pyngd kg Pyngdar- breyting kg
Hey Rúgmjöl Sildarmjöl
I. flokkur 1,00 )) )) 47,9 + 1,6
II. flokkur 0,75 0,10 )) 47,7 + 1,6
III. flokkur 0,75 )) 0,08 48,2 + 1,8
Taflan sýnir, að meðalær í síldarmjölsflokknum
heflr þyngst að eins meira en hinir flokkarnir. Mun-
urinn er þó svo lítill (0,2 kg.), að telja má síldar-
mjölsskamtinn ja/nan hinum.
Niðurstaða tilraunarinnar verður því þessi:
1. Af sildarmjöli, er inniheldur h. u. b. ÍO°/o feiii
og 45°/o köfnunarefnissambönd, þarf 0,8 kg. (0,08
: 0,1) i hverja fóðureiningu.
2. Verð á síldarmjöli mun oft vera lægra og sjaldan
hærra en verð á rúgmjöli. Sildarmjöls-fóðureiningin
verður því að jafnaði ódýrari en rúgmjöls-fóðurein-
ingin, og þess vegna er rjettara að gefa ánum sildar-
mjöl en rúgmjöl með heyinu. Fóðureiningin í særni-
lega verkuðu starheyi mun þó að jafnaði vera tölu-
vert ódýrari en síldarmjöls-fóðureiningin. Pess vegna