Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 138
132
BÚNAÐAÍtRIT
Á undirbúningsskeiði var dagfóður meðal-
œrinnar 0,833 kg. heg og 0,067 kg. rúgmföl. Heyið
reyndist heldur ljettara en árið áður og var þvi
skamturinn stækkaður síðar. Tafla um efnagrein-
ingar á bls. 98 sýnir þó heldur meira næringar-
efnamagn, enda mun eigi einhlítt að reikna fóður-
gildi heys eftir efnasamsetningu, nema rannsóknir
um meltanleika sjeu gerðar jafnhliða.
Undirbúningsskeið stóð yfir í 5 vikur, og í lok
þess var þyngd og þyDgdarbreyting meðalærinnar í
hverjum flokki orðin þessi:
I. flokkur. II. flokkur. III. ilokkur. IV. flokkur.
Pyngd........ 48,8 kg. 48,9 kg. 48,8 kg. 49,1 kg.
Pyngdarbreyting +0,2 — + 0,2 — + 0,4 — + 0,3 —
Breytiskeið stóð yfir í eina viku, og var þá
byrjað að gefa II., III. og IV. flokki síld, en í stað
þess dregið af rúgmjölsskamtinum.
Línuritið sýnir, að flokkarnir hafa fylgst nokkurn
veginn að meðan á undirbúnings-og breytiskeiöi stóð.
Tilraunaskeið stóð yfir í 6 vikur, og sýnir
eftirfarandi útdráttur úr aðaltöflum fóðrun ánna
meðan á því stóð, og einnig þyngd og þyngdar-
breytingar í lok skeiðsins.
Dagfóöur meðalærinnar » kg Þyngd Pyngdar- hreyting kg
Hey Húgmjöl Sild
I. flokkur 0,875 0,067 » 53,5 + 3,1
II. flokkur 0,875 » 0,100 52,3 + 2,7
III. flokkur 0,875 » 0,075 52,1 + 2,2
IV. flokkur 0,875 » 0,050 52,3 + 2,1