Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 259
BUNABARRIT
253
inni, þau verða hagspakari og heimaelskari. Undanviltum
lömbum, sem rangla sitt á hvað, þó ekki sje nema i
nágrannalöndum, hættir til að halda því áfram, þegar
þau eldast meira. Þó lömbin verði viðskila við mæður
sínar við og við, eða nokkurn tíma að vetrinum, þá
þekkja þau þær oftast nær þegar vorar, og halda sig
með þeim í sumarhögunum; af þessu ieiðir svo það, að
fjeð heldur betur saman og heimtur verða betri en ella,
og verður það að teijast mikill kostur.
Það er siður minn að kenna lömbum át, áður en
þau leggja. af sem nokkru nemur. Þau eru venjulega
fljót að iæra á meðan þau eru óbæld og ekkert farin
að missa kvið. Stundum hefl jeg þó látið þau vera
gjaflaus eða gjaflítil nokkurn tíma á eftir, ef tíð og hag-
gæði hafa leyft. Það getur verið óþægilegt og hnekkir
fyrir lömbin, þegar snögg áhlaup gerir alt í einu, og
einn eða fleiri innistöðudagar koma. Þá kemst hungur
og deytð í þau, sem síðast læra, og þegar svo er komið,
eru þau oft sein til að læra og lengi að ná góðri lyst.
Þess verður að gæta, að þau lömb sem fyrst læra og
eru gráðug, að þau jeti ekki yfir sig. Ekki alls fyrir
löngu kom það íyrir hjer ekki alllangt frá, að lömb átu
sjer til óbóta af kraftheyi, við að læra át. Þau fengu
óstöðvandi niðurgang, svo að sum drápust, en sum náðu
sjer aldrei allan veturinn. Lambagarðar þurfa að vera
lágir og hægir, og heyið, sem kent er á, lyktargott og
aðlaðandi, ef kostur er.
Á útbeitarjörðum er sjálfsagt að beita lömbum í færu
veðri allan vetnrinn, þó er rjett fram að miðjum vetri
að beita þeim sjer og styttri tíma, og reka þau skemmra
en fullorðið fje. Á þessu tímabili þola þau illa langan
rekstur, ófæið og illhrif. Jeg álít óskynsamlegt að sækj-
ast eftir að koma verulegu eldi í þroskamikla og feita
dilka fyrri hluta vetrar. Þeim er heldur ekki eðlilegt
að taka miklum framförum á því tímabili. Troðgjöf á
þessum tíma hefir oft það tvent í för með sjer, óþarfa