Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 256
250
BÐNAÐARRIF
henni gott skjól, og sje það ekki fyrir hendi, verður að
byggja skjólgaið; gott að velja til girðingasvæðis hólótt
land, með grasbrekkum og mýrarsundum á milli. í giið-
ingunni veiður að vera rjett, og helst hús. Ekki þurfa
byggingar þessar að vera stórar eða kostnaðarsamar.
Stærð girðingarinnar má svo haga eftir ærfjölda. Allar
ær verða að vera með nöfnum eða númerum, og til-
hleypingardagur ánna að vera skrifaður. Eftir barðartali
ánna má svo flokka þær í girðinguna Þegar lömbin
undir fyrsta flokki eru komin vel á legg, og búið að
hagræða öllu eftir bestu föngum, þá má skifta um. Þá
fer 1. flokkur út með lömb sín, en 2. flokkur inn o. s. frv.
Þar til allar ærnar hafa borið í girðingunni.
Þegar svona er í haginn búið, þá er nú hægt fyrir
fjármanninn að hafa það rólegra. Nú er hægt í hægðum
sínum, með krökkunum, að mjólka ær, gefa svöngum
lömbum, skeina lömb, binda fyrir naflastrengi, hjáipa
ám, sem ekki geta borið, venja undir ær o. s. frv.
Gott er að kenna unglingunum að hlynna að skepn-
unum. Þarna er tækifærið. Þarna er gott að kynnast
ánum, hvernig þær mjólka, hvernig lömb þær eiga,
merkja lömb til lífs o. fl. Þessar athuganir geta svo
komið að góðu haldi við val og kynbætur. — Jeg sje
ekki betur en að svo margir yfirgnæfandi kostir og þæg-
indi íylgi þessu fyrirkomulagi, að slíkar girðingar ættu
að geta margborgað sig á stuttum tíma. — Það getur
oft verið nauðsynlegt að verka buiðarlausnir aftan úr
ám, þær valda þeim óþægindum, og sje hlýtt í veðri getur
kviknað maðkur í þessu, og í versta tilfelli drepið ærnar;
slík dæmi þekki jeg. í góðum vorum mjólka vel fóðr-
aðar ær oft svo, að lömbin torga ekki nema úr öðrum
spena fyrstu vikuna; þá riður á að mjólka þær, annars
er það altítt að ær verði halljúgra, sem kallað er; geld-
ast upp á öðrum spenanum. Þetta veldur þeim óþæg-
indum, geta svo síðar gengið með þrimla í spenanum sem
geldist upp eða orðið blindar á honum. Auk þess geta