Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 279
BÚNA-ÐARRIT
273
Allra helst hjá sumum ungu mönnunum, sem meira
hugsa um skemtanir og apaspil tískunnar, en gæta
skyldu sinnar gagnvart skepnunum, sem þeir eiga að
sjá sóma sinn í að hlynna að og hirða eftir bestu getu.
Útlit skepnanna kom mjer í stuttum dráttum þannig
fyrir sjónir. Ærnar voru svipdaufar og ullarhrjáðar, ullin
bláhvít á baki og niður eftir síðum, en í huppum og
lærum hlandgul og kleprótt; aftan í þeim hringluðu
skitaskóflrnar, frá hlessings- og skitutimabilinu, og
gáfu frá sjer óviðfelda tóna. Fulloiðnu hrútarnir voru
saman við ærnar; einn var genginn úr ullinni aftur
að hnútum, snöggur og kuldaleitur, hafði reglulegar
hvolpanasir af kulda; en aftan í honum skart-
aði kleprasvuntan alkunna. Jeg leit inn í syðsta húsið
meðan Árni var að láta inn í hin. Hurðin var í háifa
gátt, eða lítið eitt minna, hún gekk ekki opin fyrir tað-
inu, ekki aftur fyrir hroða og mylsnu. Inni í húsinu var
alt á tjá og tundri; hæns fuðruðu og frussuðu um
garðann, sem var barmafullur af heyi og rusli, sum-
staðar með stórum glompum, krærnar voru einn hroða-
flekkur; í einu horninu var stampur, sem auðsjáanlega
hafði verið notaður undir snjó, nú var hann hálfur af
skólpi og mylsnugraut; þar í krónni lá tómur baðlyfs-
dunkur á hliðinni, garðabands partur og flaska, alt búið
að fá góða stöðvun í taðskáninni og hroðanum. Jeg gekk
yfir í hina króna, þar þustu á móti mjer 2 hrútgeml-
ingar fram úr spili, sem alt var sundurlaust, og lágu
fjalirnar úr því hjer og þar um króna. Jeg ætlaði að
grípa annan hrútinn, en hann þekti hernaðaraðferðina í
sínu föðurlandí, kunni líka undanhaldið; hann brá sjer
upp í garðann, þar sem garðabandið vantaði, og á sama
sprettinum upp í tóft. Jeg þaut á eftir. Ekki haggaðist
samræmið er í tóftina kom, þar var þó nægilega bjart,
því hjer og þar var tóftin innfallin, með stærri og minni
götum. Úr norðurendanum var að mestu leyti gefið;
tveimur spítum hafði verið spilað undir fylluna miðja,
18