Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 295
BÚNAÐARRIT
289
2. Útivcrkmi að vorinu.
Eins og menn vita, þá er dúnninn meira og minna
rakur eða blautur, þegar hann er tekinn úr varpinu,
og fullur af eggjaskurnum, lambaspörðum og alls konar
rusli. Er þá fyrst byrjað á að ná mesta rakanum eða
bleytunni úr dúninum. Dúnninn er breiddur, í sólskini
og þurk, á hlaðið, steinstjettir, járnplötur, segl, trje-
grindur eða húsaþök, og þurkaður vel. Sje glatt sólskin
þarf að snúa honum iðulega, annars misþornar hann
um of. Jafnframt þessari útiþurkun er dúnninn hristur
nokkuð og aðgreindur, misjafnlega mikið. Fer mikill
tími í þessi verk, sjerstaklega ef vel á að hrista. —
Ólafur læknir Thorlacius á Búlandsnesi hefir þurkað dún
að vorinu í einskonar hjalli. Lýsir hann því svo:1)
„Jeg hefi nú nokkur undanfarin ár þurkað dúninn úti,
þegar þurkur hefir verið, í nokkurs konar grindarhjalli.
Hjallur þessi er þannig úr garði gerður, að reknir eru
niður staurar í ferhyrning — 6 álnir á lengd, 3 álnir
á breidd. — Staurarnir verða að vera svo vel reknir
niður, að þeir haggist ekki; slá er negld á milli þeirra
efst, alt í kring. Hjer um bil J/s alin frá jörðu er svo
neglt alt í kring 3 þuml. þykkum plönkum, og ofan á
þá einu borði (3A" eða 1" þykku). Á plankana, sem
ganga eftir langhliðinni, eru boruð göt með ca. 2" milli-
bili, og í þau dregið snæri. Verður þá botninn í þessum
hjalli eins og dúngrind. Á þessa grind breiði jeg svo
dúninn. en að ofan klæði jeg hjallinn með gömlum
netum (silunganetum, selanótum eða þess háttar). Getur
nú dúnninn legið þarna og þornað, næstum því hvað
mikill stormur sem er, og blæs bæði að ofan og neðan.
Má og snúa honum og hrista á snærisgrindinni, og
hrynur þá úr honum mikið af lausarusli (skeljar, þari
o. s. frv.)“.
1) Jeg vona að Olai'ur lœknir misvirði það ekki, að jeg birti
hjer þennan kafla úr brjefi, sem hann skrifaði mjer i fyrravetur.
19