Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 238
232
BtiNAÐARRIT
Nr. I. Tekin 60 cm. frá túnskurðsbarmi, mitt á
milli beimreiðar og mógrafa. Skurðurinn er gamall,
1,65 m. djúpur.
Jarðvegur: Vel þur, rotnuð mýri, 90 cm. ofan á mó.
Aðal-gróður: Língresi. Ennfremur: Túnvingull, kross-
maðra. hvitmaðra, stör. snarrót, elfting, sóley o. fl.
Tekið til 23 cm. dýpi. Leyst upp í 20u/o sjóðandi
saltsýru. — Þetta tvent síðasttalda á við öll sýnis-
hornin, nema 5 b, sem tekið er dýpra niður.
Nr. 2. Úr sömu mýrinni og Nr. 1, 75 m. sunnar,
en 30 m. austur frá heimreið.
Jarðvegur; Sæmilega þur, skurðir á alla vegu, en
langt frá eins sterkt framræstur og þar sem Nr. 1 er frá.
Aðal-gróður; Mýrarstör og aðrar starartegundir. Enn-
íremur: Horblaðka, móasef, krossmaðra, fífa, túnvingull,
jafnar, bjarnarbroddur, sauðvingull, lógresi, skriðlíngresi
vallarsveifgras o. fl.
Nr. 3. Úr sömu mýrinni og Nr. 1 og 2, en fyrir
sunnan skuið í mýrina, miðja vegu milli hans og mýrar-
enda, þar sem engrar framræslu hafði notið við, enda
var jarðvegur þar mjög blautur.
Aðál-gróður í lautum: Horblaðka, elfting, mýrarstör.
Ennfremur: Fífa, hengistör o. fl. Á þúfum fanst aðal-
lega: Bjarnarbroddur, brjóstagras, elfting og hrafnaklukka.
Nr. 4. Var tekið við austurendann á spildu þeirri, er
unnin var með „Lúðvíks-herfi“ við verkfæratiltraunir s. á.
Jarðvegur er mýrkendur, nýlega framræstur, með
móblending í fjórðu stungu.
Aðal-gróður: Mýrarstör, grámosi, snarrót. Ennfremur:
Brjóstagras, túnvinguli, iimreyr, língresi, sóley, vall-
hæra, kornsúra, elfting, hrafnaklukka o. fl.
Nr. 5 a. Var tekið sunnan við verkfæratilrauna-
spildurnar (Hankmo-herfls), rjett fyrir neðan barðið, sem
liggur þvers á hinar einstöku spildur.
Jarðvegur: Efst finst nokkuð rotin mýri, ca. 12 —15cm.,
þá sandkent leirlag, 10 cm., og síðan leirborinn sandur.