Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 97
BÖNAÐARRIT
91
liann utan um barkann, því næst stingur hann nálinni
inn í barkann, skáhalt niður á við. Þegar nálin er kotnin
inn í baikann, heyiist kindin oft anda út í gegnum
hana. Siðan tekur bólusetjarinn sprautuna með hægri
hendi, með vinstri hendi tekur hann um nálina og
heldur henni stöðugii, er sprautan því næst tæmd.
Jafnskjótt á aðstoðaimaður sa, er heldur kindinni, að
gefa höfuðið eftir, til þess að kindin nái að hósta. Sje
maigt fje sprautað, flnst mjer best að hafa 3 menn til
aðstoðar. Fyrsti aðstoðarmaður nær í kind og rýir eða
kbppir halsinn, annar heldur kirdinni eins og að framan
er lýst, þnðji heldur á sprautunni meðan nalinni er
stungið gegn um brrkann, og heldur á lyfinu. sem iðu-
lega þaif að hrista. Aðferðin viiðist vera mjög hættu-
lítíl, fjeð fer venjulega að jata skömmu eftir að það
heflr verið sp’-autað, þó er stöku kind half ilt nokkuin
tíma á eftir. Fje, sem er orðið mjög veikt, virðist tæp-
lega batna, og kindur, sem eru orðnar svo veikar, að
þær geta ekki staðið, d'epist stundum af innsprautingu.
Fjeð á altaf að sprauta svangc.
Á Fljótsdalshjeraði halda bændur því fram, þar sem
ormaveiki heflr verið og nokkur hluti af fjenu sprautað,
að það fjeð sje vænna næsta haust a eftir sem sprautað
heflr verið, heldur en hitt, einnig að þær ær geri betri
lömb. Beri á lungnaormaveiki í nokkrum hluta fjárins,
þar sem margt er, án þess þó að það sje i einu húsi,
tel jeg rjettast að sprauta alt fjeð. Það er oft erfitt að
sjá hvort kindin er með ormana eða ekki. Fjeð er yfir-
ieitt haiðgeit og dult, og lætur ekki á sjá fyr en það
er orðið talsvert veikt. Það er áreiðanlegt að lungna-
ormar eru rniklu algengari en menn gera sjer í hugar-
lund, menn eyða miklu fóðri þeirra vegna, án þess að
þeir hafl hugmynd um, og missa kindur af þeirra völd-
um, án þess að það sje talið þeim til syndar — og eitt
er reynt — að sprauta fjeð við kviðleysi boigar sig.
Jeg hefi nú reynt þetta lyf í nokkur ár, meira og