Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 281
BÚNAÐAKRIT
275
þau eru á leiöinni heim“. — „Biddu Hall gamla að láta
þau inn fyrir þig“. — „Gerið þið svo vel, komið þið
heim, kaffið er víst til“, mælti Árni um leið og hann
gekk af stað. — „Jeg þakka fyrir, Árni minn, jeg ætla
að sleppa kaffmu í þetta sinn, það er orðið framorðið
og útlitið að versna. Jeg kem máske siðar, þegar þú
hefir betra næði“. — „Æ, þetta er alt grábölvað", sagði
Árni greyið, og hálfgerðum raunasvip brá fyrir á and-
litinu. Yið kvöddumst á hroðadyngjunum framan við
húsin, og Árni tók til fótanna, heim á leið.
Það var að hvessa á norðan og herða frostið, dró
upp kólgubakka til hafsins. Toppar norðurfjallanna voru
búnir að setja upp mitur sín og loðskotthúfur úr þoku
og hriðarjeljum. Við Pall gengum út að hesthúsinu til
að taka út hestana. f húsinu var enginn þrifnaður,
fremur en annarsstaðar; húsið hafði víst ekki verið mokað
allan veturinn eða þurt í það borið. Brún stallfjalarinnar
tók hestunum liðlega í hnje. Umbrotafærð var í húsinu,
og næstum lífsháski að koma hestunum út, sem sátu
halffistir og niðuigrafnir í leðjunni. Þegar við höfðum
draslað hestunum upp úr dýkinu og út á húsahlaðið,
kom Hallur gamli, til að láta inn hrossin; hann var nú
fjósakarl í Holti. Jeg þekti Hall gamla frá fyrri tíð. Við
höfðum um eitt skeið verið nágrannar. Hallur gamli var
orðlagður fjármaður og skepnuhirðir, og mesta dygðahjú
og þrifamaður á meðan hann var á besta skeiði. En nú
var hann kominn á 8. áratug æfinnar. Hann hafði af
margri rekunni kastað, og marga myglustrokuna slokað
ofan í lungu sín; enda var nú bakið orðið bogið, hend-
urnar hnýttar og bijóstið þungt. „Heill og sæll“, Hallur
minn“, mælti jeg, „hvernig líður þjer núna? Það er
mikið að þú ert ekki búinn að kasta ellibelgnum, þarna
innan um ungu stúlkurnar og alt fjöiið og dansinn í
Holti“. — „Ó, minstu ekki á ósómann þann“, sagði
Hallur gamli; „en hvað er nú það að þola öll þau boða-
föll og gusugang, sem af þessum böllum leiðir heima í