Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 303
BÚNAÐARRIT
297
bakast 4—6 pd. Sje gert ráð fyrir 4 pd., er steinolíu-
eyðslan ca. 9 aurar á pd. Kostnaður við að afla sjer
áhaldsins verður ca. 70—75 kr., þar í verð olíuvjelar-
innar (kr. 18,50 danskar í innkaupi í Kaupmannahöfn),
sem hægt er að nota eins og aðrar olíu-suðuvjelar
á milli þess, sem hreinsað er. — Þetta litla tæki tel
jeg það besta og heppilegasta til æðarduns-bökunar fyrir
okkur íslendinga, sem enn þá er kunnugt. Jeg segi ekki
að það sje betra í sjálfu sjer en stóri bökunarskápurinn
grænlensku dúnhreinsunarinnar. Og má þó vel vera að
svo sje. En grænlenska aðferðin er of dýr og mikil í
vöfum, og útheimtir vjela-afl til að knýja með sogdælu.
Gæti sú aðferð varla komið til mála hjer á landi, nema
í sambandi við fjelagshreinsun. Því vörpin eru mörg og
smá, og ef hver bóndi á að hreinsa sinn dún, þá dugar
ekki að tækin sjeu dýr eða margbrotin.
Eins og áður er getið, eru aðal-hreinsunaraðferðirnar
þrjár. Tvær kröfur verður að gera til allrar dún-
hreinsunar:
1. Að dúnninn spillist sem minst og ódrýgist.
2. Að hreinsunin gangi sæmilega fljótt.
1. aðferðin (,,hræl“laust) getur gefið eðlisgóðan dún,
sje þess gætt nákvæmlega, að viskin sje altaf laus í sjer,
þegar henni er strokið um strengina. En með því lagi
verður sú aðferð langseinlegust. Og altaf loðir sá galli
við hana, að ryk vill sitja eftir í dúninum, og þyrfti því,
ef vel væri, að hrista hann sjerlega vel á milli hand-
anna, á eftir grindinni, og tína síðan. Mun það gert i
grænlensku dúnhreinsuninni. —- Yenjulega er 1. aðferð
notuð þannig, að viskinni er haldið þjett saman á milli
fingranna og gengur þá sæmilega fljótt úr dúninum, en
hann rifnar töluvert í sundur og getur hver sannfærst
um það sem vill. Jeg tel, að það sje hverjum í meðal-
lagi verklægnum og kappsömum manni ofraun, að hreinsa
þannig með 1. aðferð, að dúnninn rifni ekki meira og minna.