Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 158
152
BUNADARRIT
nefndin ekki getað oiðið sammála um að leggja til, að
frumvarp það, sem nú liggur fyrir, verði samþykt. Hefir
það orðið að samkomulagi í nefndinni að leggja til, að
málinu verði vísað til stjórnarinnar með þeim forsend-
um, að ef stjórnin ekki telur nægilega heimild til tryggi-
legra ráðstafana, felast í lögum nr. 22, 15. júní 1927,
um innflutningsbann á dýrum o. fl., þá gefi hún út
bráðabirgðalög um slíkar ráðstafanii “.
Eftir að stjórnin hafði fengið ábyggilegar frjettir af
útbreiðslu sýkinnar í vetur og fulla vissu fyrir því, að
sýkin væri á ný að færast í aukana í nágrannalöndun-
um, gaf hún út í nóvember og desember tvær auglýs-
ingar, þar sem hert var á banninu frá 1926, en gekk
þó ekki lengra í því efni, en að hún einungis notar heim-
ild þá, sem felst í lögunum frá 1927, til þess að gera
slikar ráðstafanir. En hún notar ekki heimild síðasta
þings til þess að gefa út braðabirgðalög. Ennfremur
leggur stjórnin nú fyrir þingið frumvarp um varnir gegn
þvi, að gin- og klaufaveikin og aðrir næmir húsdýra-
sjúkdómar, flytjist til landsins. Er það í aðalatriðum
sama frumvarp og frv. þeirra Tryggva Þórhallssonar og
Pjeturs Ottesen á þingi í fyrra, en þó nokkuð breytt
og aukið.
Það, sem sagt hefir verið hjer að framan, sýnir
að miklum hluta þjóðar og þings er það Ijóst, að vá er
fyrir dyrum. Engar kvartanir eða óánægja hefir verifr
látin í ljósi yfir ráðstöfunum þeim, sem þegar hafa
verið gerðar l.il þess, að verjast gin- og klaufaveikinni.
Þetta er þjóðinni til stórsóma og lýsir meiri skilningi á
málinu en ætla mætti að jafn óskýiðu máli. — Grein
þessa skrifa jeg sökum þess, að mjer finst að almenn-
ingur eigi heimting á því, að fá nokkra skýringu á helstu
atriðum, er sýki þessa varða. Veið jeg að líta svo á, að
nokkur almenn þekking á eðli sýkinnar sje nanðsynlegur
iiður í varnarráðstöfunum okkar gegn henni og tryggi