Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 185
BÚNAÐARIIIT
179
um skepnunum hana. Eftir fáeina daga fjekk kálfurinn
gin- og klaufaveiki, og smitaði svo hinar skepnurnar. —
Eitt einasta tilfelli af veikinni, sem kom fyrir á Skáni
siðastliðið sumar, gerði það að verkum, að sýkin breidd-
ist út frá mjólkurbúinu og var búin að smita rúmlegu
20 býli, áður en menn áttuðu sig á því, að gin- og
klaufaveikin væri komín til Svíþjóðar.
Á annan hátt hefir mjólkurflutningurinn einnig veru-
lega hættu í för með sjer, að því er smitdreifingu snertir.
Oft brýst sýkin út hjá mörgum mönnum, sem flytja
mjólkina á sama vagni. í nokkrum tilfellum orsakast
þetta af ófullnægjandi gerilsneiðingu á nokkrum hluta
mjólkurinnar, og það máske einn einasta dag. í öðrum
tilfellum sýnir það sig, aðj sýkin er komin í skepnur
ökumannsins, eða að sýkin er komin í skepnur ein-
hverra þeirra, sem eiga samflutning á mjólkinni.
Hættan af smitidreifingu frá mjólkurbúunum er ákaf-
lega mikil, jafnvel þó sýnd sje árvekni, skilningur og
aðgæsla af öllum hlutaðeigendum. En auðvitað marg-
faldast hættan, ef skilníng vantar eða trassaskapur er
ráðandi. Það er ómögulegt að sporna við því, þegar
svona faraldur gengur, að mjólk, sem smitihætta stafar
af, flytjist til mjólkurbúanna, þar sem, eins og áður er
að vikið, mjólkin getur verið smitimenguð í stórum stil,
áður en eigandi kúnna hefir grun um sjúkdóminn, og
þess vegna erum vjer einvörðungu neyddir til að treysta
á það, að gerilsneyðingin sje trygg. Eins og menn vita
er allur mjólkurflutningur til mjólkurbúanna, á meðan
gin- og klaufaveikin hefir ekki náð því meiri útbreiðslu,
stöðvaður, jafnskjótt og það sannast, að sýkin hafi náð
einhverju býli, og það er engum vafa bundið, að með
þessu móti er komið í veg fyrir mjög mikla smitidreif-
iugu. Fyrir yfirvöldin er það þess vegna mjög alvarlegt
Uiál, að gefa leyfi til að flytja mjólk úr sýktum kúm
úl mjólkurbúanna, til þess að spara fje ríkissjóðs. Jafn-
vel þótt fullkomlega mætti treysta atbeina mjólkurbú-