Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 260
254
BÚNAÐARRIT
fóðureyðslu og getur veiklað lömbin svo, að þau taki
ver góðu fóðii seinni hluta vetrar; en þau verða að
hafa svo gott fóður að þau haldi vel holdum, sjeu hress
og lifleg. — Þegar kemur fram á miðjan vetur, sólin
hækkar á lofti og býður krökkunum góðan daginn inn
um gluggann þeirra, veitandi þeim aukna matarlyst og
nýtt fjör, þá vil jeg fóðra þau svo, að jeg að fóstur-
launum fái litið bjarta hjáima í kringum augun, hopp
og skopp og hýrt tillit. Frá þeim tíma vil jeg að
lömb hafi sígandi og jafna framför, þar til þeim er slept
að vorinu, en sleppa þeim ekki fyr en nokkurn veginn
trygging er fyrir þvi, að þau leggi sem minst af undir
gróðurinn. Þegar kemur fram um sumarmal eiga geml-
ingar að vera bústnir, björnfyldir og holdagóðir. Þá er
alt eins og það á að vera.
Jeg þekki gamlan bónda, sem ber gott skyn á marga
hluti. Hann hefir þótt fara nokkuð harkalega með fje
sitt, eftir að það hefir náð fulloiðms aldri, en þrátt fyrir
það hefir hann haft góðan aið af fje sínu; en hann
fóðrar lömb og ær á 2. vetur afbragðs vel. Hann sagði
eitt sinn við mig, að reynsla sin væri sú, að ef fjeð
fengi gott uppeldi til 2 ára aldurs, safnaði stæltum
vöðvum og hjeldist í góðum holdum, þá þyldi það mis-
jafua meðfeið upp frá því; og er mikill sannleikur í
þe*su. En því miður eru altof viða þveibrestir í upp-
eldinu, og að því búa skepnurnar alla æfi, og út á það
mega svo eigendurnir drekka, með lakara fje og rýrar
afuiðir. — Það er siður minn framan af vetri að gefa
lömbum þrisvar á dag, þegar þau standa inni; mjer
þykir hentugt lambafóður snemmslegin og kjarngóð
mýra- og valllendishey. Lambahey þarf að vera holt,
auðmelt og ekki kraftmeira en svo, að þau þoli að jeta
svo mikið, að þau sjeu kviðgóð, það er þeim nauðsyn-
leat upp á vöxtinn. Sinulaust og vel verkað biokhey er
mjög gott vaxtaifóður; en með því verður að gefa kj^rn-
gott fóður, annars verða þau holdalítil; því brok er ekki