Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 178
172
BÚNAÐARRIT
Það eru tveir möguleikar til þess, að gin- og klaufa-
veikin, og aðrir næmir húsdýrasjúkdómar, flytjist hingað
til landsins. Annar möguleikinn er að sýkin flytjist með
dýrum, sem kynnu að verða innflutt frá útlöndum.
Hinn möguleikinn er að veikin berist hingað með mönn-
um, munum eða vörum. — Síðustu áratugina höfum við
bannað inaflutning á spendýrum, og verið þar mjög
harðir i horn að taka. Aftur hefir því nær ekkert eftir-
lit verið með innflutningi fugla, með dýrum sem flækj-
ast með skipunum, og vöru- og mannaflutningi. Jeg
benti á þetta ósamræmi í sóttvarnarlöggjöfinni i greinar-
korni, sem jeg skrifaði i „Búnaðarritið" í árslok 1916,
og skal ekki endurtaka það hjer, sem jeg sagði þá.
Hms vegar býst jeg við að allir sjái og skilji, að nú er
full ástæða til þess að fara að koma á samræmi í þess-
um efnum. Innflutningshöft þau, sem sett voru 1926,
og nú í vetur, og frumvaip það, sem stjórnin leggur
fyrir alþingi, um varnir gegn innflutningi næmva hús-
dýrasjúkdóma, eru tilraunir til þess, að samræma lög-
gjöfina í þessum efnum.
Jeg vil þá fyrst minna á og undirstrika, að síðustu
áratugina hefir hjer í álfu altaf liðið styttra og styttra
á milli gin- og klaufaveikis faraldranna, að sýkin er
sem stendur orðin landlæg í mestri eða allri Mið-Evrópu,
og að Danir, Svíar og Englendingar hafa enn ekki getað
útiýmt henni. Óhætt er að lita svo á, að smithættan
aukist að sama skapi sem sunnar og austar dregur í
álfuna. í sambandi við þetta vil jeg benda á, að nú
siðustu árin höfum við fengið örar og beinar feiðir til
og frá Pýskalandi, og að samgöngur okkar við nágranna-
löndin hafa stórum aukist,. Örar, beinar og hraðar ferðir
hafa þvi flutt sjúkdóminn mikið nær okkur en nokkru
sinni áður, auk þess sem smithættan er nú jafnmikil
og hún hefir áður verið mest, þar sem sum ríkin eru
að gefast upp við sóttvarnar-raðstafanir gegn sýkinni.