Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 147
BtíNAÐARRIT
141
Töflurnar sýna, að undirbúningsskeið
stóð yfir í 5 vikur. Dagfóður meðalœrinnar var
1 vikuna 0,75 kg. heg og 0,1 kg. rúgmjöl. t*að reynd-
ist ónóg, og var því hegfóðrið aukið i 0,875 kg.
Þyngd og þyngdarbreyting meðalærinnar í hverj-
um flokki var i lok undirbúningsskeiðsins orðin þessi:
I* ilokkur. II. ilokknr. III. flokkur.
Pyngd......... 49,1 kg. 48,9 kg. 49,0 kg.
Þyngdarbreyting . -4- 0,5 — -1-0,5 — -+ 0,4 —
Línuritið á bls. 140 sýnir einnig, að flokkarnir hafa
fylgst vel að meðan undirbúningsskeiðið stóð yfir.
Tilraunaskeið stóð yfir í 5 vikur, og sýnir
eftirfarandi útdráttur úr aðaltöflum fóðrun ánna
meðan á því stóð, og einnig þyngd og þyngdar-
breytingar í lok skeiðsins.
Dagfóður meðalærinnnr i kg Pyngtl kg Pyngdar- breyling
F1 o k k a r: Hcy Rúgmjöi Fiskmjöl kg
I. flokkur 0,875 0,100 » 50,7 + 1,6
II. flokkur 0,875 » 0,125 50,8 + 1,9
III. flokkur 0,875 » 0,100 50,3 + 1,3
Fiskmjöl það, sem notað var við tilraunina, var
frá Akureyri.
Ofanskráð tafla og línuritið sýna, að á tilrauna-
skeiði hafa allir flokkarnir þyngst, og sá flokkur (II.)
mest, sem fjekk stærri skamtinn af fiskmjölinu.
0,125 kg. af fiskmjöli œttu þvi að hafa heldur hœrra
fóðurgildi en 0,1 kg. af rúgmjöli.