Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 262
256
BÚNAÐARRIT
burö á ágætis landi og rýru landi, sitt á við á hverjum
stað Jeg hefi sjeð framfaralausum gemlingum slept í
kostaland, sem voru um rúningstíma oiðnir að mun
framfara- og þroskameiri en vel fóðraðir gemlingar á
Ijettu landi í lágsveit. Sömuleiðis hefi jeg vitað grönnum
ám slept í kostaland snemma að vorinu, þegar kapp-
gefa varð á sama tíma lágsveita-ám í ijettu landi.
Hinar fyrnefndu þó afurðameiri. En þetta millibil milli
afurðanna, í landgæða- og ijettings sveitum, má þó stilla
og jafna með betri fóðrun og fjárrækt, meira en oiðið
er, og að því verður að stefna. Þó má enginn taka orð
min svo, að jeg álíti það hagfræðislega eða siðferðislega
skynsamlegt, að fóðra illa í landgæða sveitum.
Að fóðra illa borgar sig aldrei, hverjir sem staðhætt-
irnir eru.
III. Fóðran á hrútnm.
Mörgum hættir til þess, að fara alt of seint að hýsa
og gefa hrútum að haustinu, lata þá drasla í fjenu langt
fram á vetur, og til er það, að saumað sje fyrir þá, og
þeir ekki teknir til hirðingar fyr en ær fara að beiða.
Þessi aðferð er í mesta mata óhyggileg. Þegar svona er
að farið eru hrútarnir oiðnir mjög aflagðir, þuifa miklu
rneira og betra fóður og er hættara við kvillum en ella.
Þetta er stór skaði með alla hiúta. Þó fara ungir hrútar
verst á þessu. Lambhrútar eru miklu viðkvæmari, og
fljótari til að leggja af, heldur en gimbrar, og þurfa því
fyr hjúkrun en þær. Það er föst venja mín, að taka
alla hrúta, engu síður lambhrúta, á hús og hey, ekki
síðar en um veturnætur, hvernig sem viðrar, og oft
mikið fyr, ef tið er slæm. Þá eru þeir sjaldnasí farnir
að leggja af til skaða. Með þessari aðfeið vinst svo það
tvent, að hrútarnir þurfa miklu minna fóður og verða
heilsu- og þrifabetri. Ef svo tíð leyfir, beiti jeg þeim
nokkuð fram eftir vetri, en gef þeim svo vel með beit-