Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 286
280
BÚNAÐARRIT
og litlu stúlkurnar. Dóri litli sagSist ætla aö koma út
meö okkur. Við gengum frá húsinu og eftir götunni.
Alt í einu kom bölvandi og argandi krakkaþvaga, eins
og sviftibylur, á móti okkur. Eitthvað kom fljúgandi í
loftinu og stefndi til okkar. Það var blikkdós; hún lenti
í augabrúninni á Dóra litla, hann rak upp óguríegt öskur
af reiði og sársauka. Svo tók litli borgarinn til að bölva
og ragna, og vildi þjóta í þvöguna. Pabbi hans hjelt
honum kyrrum; blóðið rann úr skrámu á augabrúninni
á drengnum, og ofan á kinnina. — „Viltu bíða mín
augnablik", mælti Árni við mig. „Mig langar til að tala
dálítið við þig. Jeg verð að skreppa heim með drenginn“.
Árni kom fljótt aftur. Hann var þungbúinn og niður-
beigður, eins og hann væri að velta einhverju óþægilegu
í huganum. Svo segir hann loksins: „Þú rennir máske
grun í það af bústað mínum, og fleiru, að kringum-
stæður mínar muni ekki vera ailskostar góðar. Jeg finn
það mjög vel, og kannast við það, að jeg hefi að ýmsu
leyti lifað og breytt óskynsamlega. Jeg hefði aldrei átt
að fara frá Holti, þá hefði þó naumast getað farið eins
hraparlega fyrir mjer. En það er nú seint að iðrast
eftir dauðann. Jeg hefi líka verið óheppinn með ýms
fyrirtæki mín, síðan jeg kom hingað. Það er eins og
ólánið elti mig, enda er nú svo komið að jeg er ger-
samlega fjelaus maður, og svona er það. Jeg skulda
kaupmanni hjer í Reykjavík 2 þúsund krónur, og hann
er nú hættur að lána mjer“. — „Ertu búinn að eyða
arfinum þínum frá Holti“, mælti jeg. — „Já, gersamlega.
Jeg var hluthafi í togara, sem fórst rjett á eftir, og þar
fór mín síðasta von“. — „Býr ekki Erlendur frá Gili í
Holti núna, og á Sigriði systur þína, fyrir konu?“ —
„Jú“, mælt.i Árni. „En ekki dettur mjer í hug að flýja
á náðir þeiira. Þau eru víst heldur ekki aflagsfær, að
sögn, eiga fjölda barna. En mjer befir komið til hugai
hjelt Árni áfram, „að leita til hreppsnefndarinnar í gömlu
sveitinni með svo sem 1 þús. króna lán. Það veit heilög