Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 276
270
BÚNAÐARRIT
sínum, þó þeir ekki fyllilega geti setið þær, vegna
þverrandi vinnukrafts. Jeg get að vísu“, hjelt Páll áfram,
„verið vinnumaður, eða iausamaður, fyrst um sinn, og
haldið í eitthvað af skepnunum; en slík ráðabreytni
myndi að líkindum hafa vistaskiíti og flæking í för með
sjer, sem af sjer myndi svo leiða lakari skepnuhöld og
fleiri óþægindi. Hin3 vegar er mjer óljúft að hugsa til
þess að selja skepnurnar mínar, jeg er oiðinn svo elskur
að þeim; mjer flnst einhvern veginn að jeg mvndi finna
til vöntunar og tómleika á eftir, ef jeg skildi við þær.
Mjer heflr reyndar dottið í hug sú vitleysa, að byggja
mjer nýbýli. Jeg hefi borið mál á það við pabba, að
selja mjer landspildu kringum gömlu beitarhúsa-rústirnar,
og byggja mjer svo þar bæ. Pabbi tók nú ekkeit illa í
þetta, en áleit það víst ein3 og hvert annað spaug, sem
það líka var, að nokkru leyti. Þarna skoitir ekki slægjur.
Þar er líka gott land fyrir allar skepnur, og fremur
jarðasamt. Sel-tóftirnar standa á stórum grasigrónum
hól, sunnan undir hólnum er sljettur valllendishvammur
og umhverfis grasmóar. Stundum er veltislægja í hvamm-
inum og kringum tóftirnar, þrátt fyrir skepnunagið.
Þarna var líka túnkragi, en nú eru 18 ár síðan húsin
voru rifin". — Jeg sagði Páli að mjer litist betur á
þessa hugmynd hans heldur en allar hinar. Þetta væri
að vísu dálítið erfitt til að byrja með, hann væri lika
ungur og þyrfti ekki fyrir neinum að sjá, þyrfti því ekki
að rasa fyrir ráð fram, að neinu; hann gæti bygt að
einhverju leyti og girt túnstæðið á 3—4 árum. — Páll
trúði mjer þá fyrir því, að unnusta sín væri sjer sam-
huga i því, að vilja heldur stofna nýbýli í sveit, þar
sem þau gætu verið út af fyrir sig og reynt á kraftana,
heldur en flytja í eitthvert sjóþorpið. Jeg sagðist líta
svo á, að fyrst hugir þeirra fjellu svo saman í þessu
tilliti, þá ætti það að ríða baggamuninn.
„Árni í Holti veiður að líkindum ekki í vandræðum
með býli, þegar hann vill fara að spreyta sig á bú-