Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 300
294
BtiNAÐARRlT
kvörtun um það, að ilt sje að fá fólk til þess starfa.
Sumir segja þó, að jafnvel liggi við, að fólk sitt hlakki
til hreinsunarinnar.
II.
t þessum kafla mun jeg gera grein fyrir áliti mínu
og reynslu á ýmsu, sem hjer á undan er sagt.
1. Taka dúnsins og fyrsta ineðferð.
Um töku æðardúns, útiþurkun og geymslu er ekki
mikið að segja. Mjer finst það ómannúðlegt að taka
dúninn smátt og smátt. Það er meira verk, og eru
miklar líkur til, að fleiri verði fúlegg, sje það gert.
Aftur á móti vil jeg aðgreina dúninn um leið og hann
er tekinn, í botna- og hreiðra-dún, og blanda jeg þeim
dún síðan aldrei saman. Jeg hygg, að sá hreiðra-dúnn,
sem þannig er tekinn þur í góðu veðri, sje alveg jafn
góður hinum, sem tekinn er áður en ungar út. — Jeg
hefi reynt, að taka allan dún úr hreiðrum og setja hey
í staðinn, þar sem hreiður hafa verið í flóðhættu. Er
það að vísu afleitlega leiðinlegt, og mun varia koma til
mála, nema þegar sjerstaklega stendur á. En eins ungast
þau út, eggin, sem í heyinu liggja, og hin.
Sje dúnninn aðgreindur um leið og hann er tekinn,
þarf mjög lítið að hrista hann á vorin, jafnhliða þurkun-
inni. En það er afar mikið verk og leiðinlegt. Mikill
meiri hluti dúnsins fer í hreiðra-dún, og hann er altaf
tiltölulega hreinn. Og botna-dúnninn verður altaf óhreinn,
hve mikið sem hann er hristur. Þó þarf að hrista
skánir úr, og skurnin fara þá um leið. En það er alt í
botna-dúninum og því tiltölulega fijótgert. Nauðsynlegt
er að aðgreina dúninn, því mikið ver gengur úr botna-
dún en hreiðra-dún. Og ef alt blandast saman á sömu
grindinni, er mikið meira verk að hreinsa en ella, enda
ódrýgist meira, því sá dúnn ræður tímalengd hreinsun-