Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 254
248
BÚNAÐARRIT
með nýbornum lömbunum; þá vildu nú húsin blotna,
óloft myndast í þeim og lömbin skitna, auk þess stór-
skemdu þau ullina á mæðrum sínum, með því að
hreiðra um sig upp á bakinu á þeim, er þær lágu, og
krafsa og sparka utan um þær. Þeita þótti mjer óþol-
andi. Jeg tók því það ráð, að hafa lömbin í tóftunum.
Þar átu þau úr heystálinu, svo Ijet jeg þau hafa hey
til að liggja í. Þarna leið þeim vel og voru róleg, svo-
hleypti jeg þeim til mæðra sinna við og við, til að fá
sjer hressingu. Þetta gafst mjer ágætlega. Með þessu
móti má hafa þrengra á ánum, ef á liggur. Jeg get um
þetta hjer, ef einhver skyldi vilja breyta eftir því undir
líkum kringumstæðum.
Þegar ær bera út um víðavang, er það víst orðinn
nærfelt almennur siður hjer í sýslu, að ganga eitthvað
til þeirra um burðinn. En fyrir nærfelt 20 árum var
það fremur óvíða gert. Þó af þessu leiddi töluverð van-
höld, þá litu margir svo á, að vinna sú sem til þess
gengi að sýsla við ærnar, væri svo dýr, að það borgaði
sig ekki; en mannúðin oftast lokuð inni í skemmu.
Jeg vil koma hjer með eitt dæmi af mörgum, þessu
máli til sönnunar.
Jeg var eitt sinn vormaður hjá bónda einum, frá
krossmessu til sláttar. Á heimilinu voru röskar 100 ær.
Vor var fremur gott, og snemmgróið. Um ærnar var
ekkert hirt, frá því þeim var slept um sumarmál, og
þar til mörkuð voru lömb, og var það gert í seinna lagi.
Jeg smaiaði með bónda. í smalamenskunni fundum við
3 ær dauðar, sem ekki höfðu getað fætt, og 9 ær komu
úr leitinni, sem höfðu mist lömb sín. Bóndi kvað þessi
vanhöld að vísu með meira móti, en ekki fanst honum
neitt athugavert við þetta. Þó mannúð okkar gagnvart.
skepnunum í þessu tilliti sje nú eitthvað frekar að bæra
á sjer, jafnvel þó mammon sje nú í fylgd með henni,
sem ekki mun þó af veita, þá er það, að mínu áliti,
eins og víða er iöndum varið, næstum óframkvæman-