Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 293
BÓNAÐARRIT
Æðardunn.
Við erum svo lánssamir, íslendingar, að framleiða
eina mestu dýrindis vöru jarðarinnar í sinni grein. Vara
þessi er æðardúnn. Og það sem meira er, meginið af
þeim æðardún, sem á heimsmarkaðinn kemst, er frá
íslandi. Um þessa ágætu merkisvöru heflr verið ótrú-
lega hljótt. Þorri allra íslendinga telur æðardúnshreinsun
eitthvert mesta skítverk sem þekkist, og heldur, að
minst þurfi 2 pd. í hverja góða yflrsæng, helst 3 eða
4 pd!! Og varpmennirnir sjálflr eru lítið kunnari hver
annars dún og aðferðum en norðrið og suðrið. Sjest
það best á því, að þar sem sumir hreinsa 1 pd. á mann
á dag, þá hreinsa aðrir 5 — 6 pd. og jafnvel meira.
Jeg hefl fundið mjög til þessa kynnisleysis og þekk-
ingarleysis mins á dúnmálum, og hefi því reynt að afla
mjer þeirrar þekkingar á æðardún og ýmsu honum við-
vikjandi, sem jeg hefl getað. Meðal annars skrifaði jeg
í fyrravetur ábúendum 19 stærstu varpjarða landsins
um nokkur atriði viðvíkjandi dún og dúnhreinsun. 11
þessara manna svöruðu mjer aftur, ábúendurnir i:
Hergilsey, Látrum, Vigur, Æðey, Árnesi, Illhugastööum,
Laxamýri, Grjótnesi, Sauðanesi, Hofl í Vopnafirði og
Búlandsnesi. Kann jeg þeim mönnum bestu þökk fyrir.
Og með því að svo var að heyra á flestum þessara
manna, að þeim þætti of lítil kynning meðal varp-
manna og vildu því gjarnan fá svar frá mjer aftur, þá
ræðst jeg í að skrifa þessar línur. Jeg vil taka það fram
strax í byrjun, að grein þessi er skrifuð handa þeim,