Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 192
186
BUNAÐARRIT
sviði, sem öðrum, verðum við að halda öruggir í áttina,
en sníða okkur stakk eftir vexti og ráðast fyrst á þau
verkefni sem eru mest aðkallandi.
Samkvæmt ályktun Búnaðarþings skipaði Búnaðarfjel.
íslands, með brjefum dagsettum 14. maí 1927, þriggja
manna nefnd, til þess að vinna að verkfæratilraunum
og dæma verkiæri þau, sem reynd yrðu. í nefndina voru
skipaðir: Ilalldór Yilhjálmsson skólastjóri, Magnús Þor-
láksson bóndi á Blikastöðum og Árni G. Eylands.
Nefndin taldi mest aðkallandi að gera samanburðar-
tilraunir með algengustu plóga og herfi, sem hingað
flytjast og notuð eru við jarðabætur og nýrækt. Auk
þess lá fyrir nefndinni sjerstakt verkefni, er varð að
ganga fyrir öðru, að reyna herfi þau, er hr. búfræði-
kandídat Lúðvik Jónsson hefir látið smíða, og venjulega
eru kend við hann og nefnd Lúðvíks-herfi. Reynslu
Lúðvíks-heifanna var lokið, að mestu, á árinu, og saman-
buiði plóganna. Samanburður hinna venjulegu jaiðvinslu-
herfa bíður næsta árs, og þá verða Lúðvíks-herfin reynd
aftur, með þeim, til þess að komast að raun um, hverra
nota megi vænta af þeim við venjulega jarðvinslu.
Nefndin hefir skift þannig með sjer stöifum, að Árni
G. Eylands er formaður nefndarinnar, vinnur úr tilraun-
um og skrifar skýrslur um þær í samráði við hina
nefndarmennina. Reynt verður að sníða skýrslurnar við
hæfi þeirra manna, sem eru alveg óvanir að nota slíkar
skýrslur og álykta eftir tilraunatölum og töflum, verður
ekki horft í það, þó að það valdi uokkrum málalenging-
um og geri skýrslurnar óaðgengilegri læiðari mönnum
og æfðari á þessu sviði.