Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 307
BÚNAÐARRIT
301
3. Dúntínsla.
Eigi að fá dúninn sæmilega hreinan með 1. og 2.
aðferð, verður ekki hjá því komist, að tína hann eitthvað
á eftir grindinni. Er þá sjálfsagt, ef hægt er, að dúnn-
inn sje tíndur um leið og hreinsað er, helst að sá, sem
hreinsar á grindinni, tíni sína eigin visk. Annars er hætt
við, að hreinsað verði svo illa, að óhæfilegur timi fari
í tínsluna. Því það er ilt að ætlast á, hve mikið má
skiija eftir í dúninum, svo að hann sje tínandi.
Sje hreinsað með 3. aðferð, má spara sjer tínslu, því
með henni er hœgt að taka hverja fjöður og strá úr
dúninum. En hitt er annað mál, að eigi að vanda dún-
inn sjerstaldega, meira neldur en t. d. grænlenskan dún,
og sje 3. aðferð notuð, þá má vel vera, að rjettara sje
að tína heldur en að hreinsa á grindinni, þangað til alt
rusi er gengið úr. Yfirleitt er það mín skoðun á dún-
tínslu að hreinsunin gangi þeim mun seinna, sem meira
er tínt af ruslinu úr dúninum, og því beri að forðast
hana svo sem hægt er.
4. Dúnvjelar.
Margir, sem dún þurfa að hreinsa, mæna vonaraugum
á dúnhreinsivjeiar. Það geri jeg ekki. Mjer finst verkið
ganga svo greiðlega vjelarlaust, að vel megi við una.
Vjelar yrðu altaf tiltölulega dýrar. Þær þyrftu að vera
vatns- eða rafknúðar, þyrftu mikið húsrúm og sjerstakt,
vilja bila eða einhverjir hlutar þeirra o. m. fl. Þar á
móti eru grindurnar altaf til taks. Má hafa þær og
hreinsa í hlöðu, fjárhúsi, skemmu eða hverju öðru húsi.
Jafnvel í geymsluherbergi í íbúðarhúsinu, sem hægt er
að tæma að öðru á meðan á hreinsun stendur; og er
þá ekki margt að því að hreinsa á haustin og veturna,
ef svo er. Auðvitað ætti hverjum sæmilega vjelhögum
manni, að vera í lófa lagið að gera dúnhreinsunarvjel,