Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 266
260
BÚNAÐARRIT
það sparast eitthvaö húsrúm, en þá er veDjulega haft
of þröngt á þeim; sje mjög rúmt á þeim getur slagur-
inn orðið æði alvarlegur, og svo er óhæfa að hafa hrúta
á öðrum vetri lausa með gömlum hrútum. Slíkt er
hreinasta glópska. Þegar hrútar eru lausir, þæfa þeir
saman og rífa ullina hver af öðrum með sifeldu hnoði
og nuddi, svo að þeir verða óhrjálegir í mesta máta.
Þessar skepnur, sem eiga að veiða prýði heimilanna
og ástgoð húsbóndans, verða rjettnefndar fjandafælur. Þó
nú svo þröDgt sje á lausum hrútum að þeir geti ekki runnið
saman til skaða, þá er þó altítt að þeir skaða hver
annan með hliðarslögum, sem þeir gefa hver öðrum í
skrokkinn. Stórhyrndir óhornteknir hiútar, með horna-
endana eins og spjót út í loftið, gefa oft ónota högg á
þennan hátt. Jeg athugaði nýskeð skiokk af gömlum
hrút á fjármörgu heimili, þar sem hrútar gengu lausir,
það sást varla nokkuit eitt einasta rif óbæklað og mörg
tví- og þríbækluð. Jeg hefi margoft sjeð líkt þessu á
hrútaskrokkum. Illa hyrnda hrúta veiður hlífðarlaust
að hornskella. Það heyrist næstum árlega sagt frá því,
að hrútar hafl krækt sig saman á hornum, annar eða
báðir stórskemdir eða dauðir, og slikur dauði er hörm-
ungar dauði og mannanna skuld. Annars ætti að hom-
skella alt fje meira og minna eftir hoinavexti, með því
verður fjeð líkara hvað öðiu, rífur síður af sjer ull, og
fer betur á garða, auk þess þykir mjer það smekklegra.
Gólf undir hrútum vill veiða ósljett, þó öllu frekar ef
þeir eru bundnir. Það safnast háir byngir undir þá að
aftan, og bleytu-ker undir þeim, þar sem þeir kasta af
sjer vatni. — Sje nú ekkert við þessu gert (og það er
það lang almennasta), þá veiða þeir forugir, það veiður
lægra undir frampartinum, hvort heldur þeir liggja eða
standa; þeir hálfstanda á höfði. Slíka hirðmgu á hrútum
hefl jeg oft sjeð, og sje árlega, og það hjá lista íjár-
mönnum, sem kallaðir eru. Það veiður að veika dag-
lega bleytuna undan þeim, og bera undir þá mylsnu