Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 193
BÚNAÐARRIT
187
I. Tilraun raeð saxherfl og rótherfl
Lúðvíks Jónssonar.
Árið 1914 flutti „Búnaðamtið'" grein eftir Halldór
Vilhjálmsson skólastjóra á Hvanneyri. Greinin heitir:
„Alt fyrir grasræktina”. Hún fjallar meðal annars um
ræktunaraðferð, sem hann var þá farinn að nota. Þýflð
er ekki plægt. Það er rist sundur og riflð niður óplægt,
með hnífaherfi og spaðaherfi, og auk þess er notaður
slóði til þess að mylja og jafna. Kosti þessarar vinslu
telur H. V.: að verkið vinst fljótt, og rótgræðsla heppn-
ast betur en þegar plægt er, ef góð rótgræðslu skilyiði
eru fyrir hendi.
Fyrst um sinn náði þessi ræktunaraðferð lítilli út-
breiðsiu. 192B ritaði Lúðvik Jónsson búfræðikandídat
allmikið um aðferðina og verkfæri, er hann hyggur best
vera til þess að vinna þýfið óplægt. Síðan hefir L. J.
unnið að því, að finna upp og láta smíðs þessi verk-
færi. Árangurinn af viðleitni hans eru tvö herfl: „sax-
herfia og „rótherfi", venjulega kölluð Lúðvíks-herfi.
Herfin hafa náð töluverðri útbreiðslu. Smiði þeirra hefir
verið styrkt af rikissjóði og Búnaðarfjelagi íslands, og
yfirleitt hefir þeim verið mikill gaumur gefinn. Dómar
manna um nothæfi herfanna eru misjafnir, sumir láta
vel af þeim, en aðrir illa.
Síðustu árin hafa Hankmó-herfin einnig verið notuð,
til þess að sljetta óplægt smáþýfi. Hafa sumir, er áður
höfðu reynt Lúðvíks-herfin, horfið frá þeim og farið að
nota Hankmó-herfin.
Reynsla Lúðvíks-herfanna á að leiða tvent í ljós:
hversu góð og nothæf þau sjeu, til að sljetta óplægt
land, samanborið við önnur herfi, sem líkleg eru til
þeirra nota, og í öðru lagi hversu ráðleg og rjettmæt
þessi sljettunaraðferð sje. Síðara atriðinu verður ekki
svarað til fullnustu, nema með fieiri ára reynslu, það