Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 239
BtNADAKB.IT
233
Aðal-gróður: Grámosi, mýrarstör, snarrót. Ennfremur:
Ilmreyr, hrossanal, kiossmaðra, b'jóstagras, elfting, vallar-
sveifgras, sóley, túnvingull, gulmaðra, blóðberg, mariu-
stakkur, fjfill, fjóla, axhæra, fífa o. fl.
Nr. 5 b. Var tekið á sama stað og Nr. 5 a, en í 61
cm. dýpi, fyrir neðan ieir- og sandlngið. Þar virðist
koma 1 Ijós rotinn mýrarjarðvegur, með rótartægjum.
Nr. 7. Var tekið í túni, fyrir neðan fjarhús, 15 m.
frá túnskurði og 45 m. frá iækjar jarðfalli. Túnskurður-
inn var gerður 1910—’12. Áður var þetta iand mýrar-
íoiæði, með næstum ófærar keldur. 1922—’23 var það
plægt og sað í það. Er nú vel þurt og sprettur ágætlega.
Aðal-gróður er útlend sáðgrös, einkum háliðagras, en
innlendir grastoppar hjer og hvar af sveifgrasi, língrös-
um oíí túnvingli.
Nr. 8. Var tekið í græðisljettu, Bem liggur við sáð-
sljettuna, sem Nr. 7 var tekið úr. Samskonar jarðvegur.
Tætt með herfi 1914 og látið gróa upp af sjalfu sjer.
Er nú aðal-gróðurinn: lokasjóður. En nokkuð finst af
hásveifgrasi, túnvingli, snarrót, sóley, og þó nokkuð af
hundasúru.
Grasið er lágt, en fremur þjett.
Nr. 9. Var tekið austariega á hólnum austur undan
hlöðunni, úr smárabletti.
Jarðvegur: Moldarjarðvegur.
Aðal-gróður: Smári. Ennfremur: Hásveifgras, hunda-
súra. túnvingull.
Um jaiðvegsrannsóknirnar er fátt að segja. Þau þrjú
sýnishorn, sem efnagreind voru, hafa mjög líka efna-
samsetningu og mýrarjarðvegur yfirleitt.
Nr. 5 a heflr mest af jurtanærandi efnum, og verður
að teljast, bæði af því og einnig samkvæmt gróður-
athugunum, betra til ræktunar en Nr. 4, eða rjettara
sagt það land, sem það sýnishorn var tekið úr.
Súr-rannsóknirnar eru þær fyrstu, sem framkvæmdar