Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 308
302
BtJNAÐARRIT
sem bygö er á 3. aðferð. En ætti hún að vinna fljótar
en maður við grind, þyrfti grindin að vera mjög stór.
Hún myndi slíta strengjum mikið meira en maður með
hræl, og senniiega yrði ekki hjá því komist, að dúnn-
inn færi meira niður.
Dúnhreinsunarvjel, bygð á líkum grundvelli og vjel
föður míns, hefl jeg ekki trú á að verði gerð, svo a&
nægi til fullhreinsunar. Fullnægjandi tilraunir með hana,
í sambandi við aðrar aðferðir, hefl jeg ekki enn þá gertr
þó skömm sje frá að segja; en helst er jeg þeirrar
skoðunar, að sje hún ekki notuð meira en svo, að dúnn-
inn komist óskemdur úr henni, og sje tekið fult tillit
til vinnu mannsins, sem vjelarinnar gætir, þá flýti hún
verkinu lítið. Annars vil jeg geta þess, að flestir, sem
reynt hafa vjel þessa, munu á nokkuð annari skoðun
en jeg um ýmislegt, henni viðvíkjandi, sjerstaklega um
flýtirinn að henni, og dettur mjer ekki í hug, að svo-
vöxnu máli, að halda minni skoðun fram, sem þeirri
einu rjettu.
5. Æðnrdúns-mat og saintök ineð dúnbæniliim.
Dúngæðum má skifta í tvent: eðlisgæði og hreinleika.
Þarf það alls ekki að fara saman, því að hreinn dúnn
getur verið afleitur og óhreinn dúnn í rauninni góð vara.
Allir hijóta að sjá, hvílík höfuðnauðsyn það er, ef veru-
legt álit og verð á að komast á íslenskan æðardún, og
haldast á heimsmarkaðinum, sem þó, því miður, er
mjög takmarkaður enn sem komið er, hvað dún snertir,
að hann sje góð vara og sem allra líkust vara. En eins
og hjer að framan er sagt, er mjög mikill misbrestur
á því. Hver eru nú ráðin til að gera íslenskan æðardún
að samskonar, góðri vöru? Margir munu segja: Mat.
Lögskipað landsmat á öllum útfluttum æðardún.
Mjer dylst það ekki, að formælendur mats hafa mikið
til síns máls. En allverulegir gallar sýnast mjer þó vera
á því, og skal jeg tilfæra nokkra: