Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 164
158
BtJNAÐARRIT
með samtals 222 þús. nautgripum. Enn kemur sýkin
1920 og er þá allmjög Utbreidd í 2 ár eða t.il 1922.
Þá dró mikið úr veikinni, en þó geiði hún vart við sig
af og til, þangað til hún biýst út fyrir alvöru 1924, og
er þá mjög illkynjuð og verður svo útbreidd á árunum
1925—26, að þess flnnast engin dæmi. í allmörgum
ömtunum sýktist nær þriðjungurinn af öllum nautgrip-
um, og ekkert amt eða landshluti í Danmörku slapp þá
við veikina. Að áliðnu ári 1926 fór áð draga úr sýk-
inni og 1927 hefir hún stöðugt verið í rjenun, þangað
til fyrri partinn i vetur, að hún virtist aftur færast
allmjög í aukana.
Gin- og klauíaveikin veldur geysilegu fjártjóni. Hinu
beina tapi, sem af sýkirini leiðir, má skifta í tvent.
í fyrsta lagi tap, sem sjalf sýkin hefir í för með sjer,
dauðsföll á búpeningi og feikna afuiðarýrnun. Og í öðru
lagi það tap, sem leiðir af hinni almennu veiklun, sem
sýkin framleiðir í alidýrunum, og sem gerir það að verk-
um, að fjöldi af alidýrasjúkdómum siglir stöðugt í kjölfar
sýkinnar, t. d. júfurbólga, igeiðir, hjartabilanir og meg-
urð, fósturlát og ófijósemi. Hið óbeina tap er hinn
geysilegi kostnaður, sem fjárhirslur ríkjanna verða að
standa straum af við að verjast sýkinni, hefta hana og
útiýma henni, þegar hún er komin. Þá má og nefna
alt það tap, sem leiðir af verslunarhöftum og sölubönn-
um, sem sett eru vegna sýkinnar, og sem oft reynast
„örðugasti hjallinn" þegar ræða er um sölu landbúnaðar-
afuiða sýktra landa.
Yenjulega drepur gin- og klaufaveikin ekki mikið af
fulloiðnum búpeningi, en ungviðið kvistar hún oftast
niður. Kýrnar verða venjulegast nær því geldar á meðan
veikin stendur yfir, og ná sjer auðvitað aldrei með nyt-
hæð aftur það rr.jólkurtímabilið. Kjötframleiðsla dýranna
minkar einnig mikið. Danska búnaðarmálaskiifstofan
reiknaði þetta tap út fyiir 167 —168 áhafnir, sem sýkt-
ust 1920—21 og komst að þeirri niðurstöðu, að tapið á