Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 333
BÚNAÐARRIT
327
3. gr.
Þá umsækjendur, sem sjerstaklega óska þess, að fá
tfullkomna æfingu í því, að vinna með hestum og beita
þeim fyrir plóg og herfi, skal vista hjá vinnuflokkum,
eftir því sem við verður komið. Hina, sem óska að fá
æfingu í nýrælrtarstörfum, frá byrjun til fullrar rækt-
unar, skal einkum vista hjá bændum, sem sáðrækt
stunda, enda hagi þeir kenslunni þannig, að svo miklu
leyti sem hægt er, að nemendurnir fái tækiíæri til að
læra ræktunarstörf á öllum stigum nýræktarinnar (fram-
ræslu, plæging, herfing, dreifing tilbúins áburðar, sáning,
völtun).
4. gr.
Þeir, sem nemendur vinna hjá, skulu veita þeim
'íæði, þjónustu og aðrar daglegar nauðsynjar, og greiða
þeim auk þess eigi minna en 1 krónu fyrir hvern
vinnudag, er mest má vera 11 stundir. (Sje lengur unnið,
skal sá, er vinnunnar nýtur, greiða fult kaup fyrir þann
tíma, sem þar er fram yfir, miðað við venjulegt kaup-
gjald á sama tíma í því bygðarlagi).
Sje nemandinn látinn vinna önnur störf en þau, sem
■talin eru undir A—D á vinnuskýrsluformi því, er Bún-
aðarfjelag íslands leggur til, greiðir vinnuþiggjandi hon-
um kaup, sem öðrum verkamönnum á hans aldri, er
hann heldur, eða þá er algengt í því bygðarlagi. Verði
ágreiningur út af þessu, sker stjórnarnefnd Búnaðarfje-
lags íslands úr.
5. gr.
Veikist nemandi svo, að vinna falli niður hjá honum
af þeirri ástæðu eða af öðrum ástæðum, sem húsbóndi
hans á enga sök á, skal hann greiða fæði sitt, þó eigi
meira en 2 kr. á dag, nema um sjerstaka aðhlynningu
sje að ræða sökum veikinda.