Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 313
BÚNAÐARRIT
307
Eitt af táknum tímanna er afnám hinnar frjálsu sam-
keppni. Jafnaðarmenn vilja þjóðnýtingu, og kaupmenn
og auðmenn auðnýtingu. Eftir því sem færri hafa sömu
vöru á boðstólum, ef varan er útgengileg á annað borð,
eftir því er hægt að halda vörunni í hærra verði, og
eftir því verður hún i hærra verði. Afurða-sölufjelög
bænda út um öll lönd, „trustar" og einkasölur á vissum
vörum, fyrir ákveðin lönd — alt eru þetta spor burt
frá samkeppninni.
Æðardúnn tilheyrir hinum nauðsynlegu munaðarvör-
um. Hann verður þeim manni nauðsynlegur, sem eitt
sinn heflr vanið sig á að sofa undir dúnsæng eða dún-
teppi. Og þegar sá maður giftist, kaupir hann dún í
sæng handa konu sinni og börnum, þegar þau fæðast.
Þannig vörur eru hinar líklegustu til að standast miklar
verðsveiflur, ef alt er með feldu. Annað, sem sjerstak-
lega er athyglisvert við æðardún er það, að nálega ein-
göngu munu það vera auðmenn, sem nota hann, í út-
landinu.
Hver eru nú ráð til að ná valdi á sölu æðardúns,
t.il þess að víkka markaðinn, ti) þess, að dúnbændur
fái sem næst smásöluverði, og loks til þess, að dúnn
fari smáhækkandi í verði úr þessu.
Fyrsta og sjálfsagðasta ráðið er vöruvöndun. Hvert
um lönd, sem íslenskur æðardúnn fer, verður hann að
vera sama dýrindisvaran.
Annað, sem jeg tel næstum því eins sjálfsagt, er það,
að einn maður eða „firma“ hafl umráð yflr sölunni.
Á maður sá að vera hjer á landi.
Það þriðja, sem mest orkar tvímælis, en mjer sýnist
að myndi vera heillaráð, eins og sakir standa, er það,
að veita einni stórri vefnaðarvöruverslun einkaleyfi til
að selja íslenskan æðardún, hverri í sínu landi, t. d.
„Magasin du Nord“ í Danmörku (eða á öllum Norður-
Jöndum), „Magasin du Louvre" á Frakklandi o. s. frv.