Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 290
284
BÚNAÐARKIT
„Hjerna er gamla Svört, með lömbin sín“, sagði Sigga,
og sýodi mjer dökkleit ærhorn og 2 svarta hornastikla.
„Hjerna er Skrauta mín, Skrauta okkar Nonna; ekki
Skrauta mömmu, hún er nú stór kýr“, sagði Sigga. Svo
sýndi hún mjer kýrvölu, sem var máluð skjöldótt, úr lit
eða kálfsblóði. „Og hjerna er kállinn hennar", bætti hún
við, og sýndi mjer kálfs-vðlu. Svo lögðum við á stað
aftur. Og gengum nú upp í hvamminn sunnan undir
bænum; hann var grænn og broshýr, og breiddi mjúkan
faðminn móti sól og suðri. „Nei, hvað er þetta?“ sagði
jeg. „Þarna er svört rolla, með 2 svöit lömb á túninu.
Við skulum reka hana undir eins í burtu“. — „Ó, ó,
maður! Nei, nei, það má ekki“, sagði Sigga, og tárin
komu fram í augun á henni. „Þetta er hún gamla Svört
hans pabba, hann segir að hún megi vera í túninu.
Hún er svo góð; hún fer á undan fjenu. Mamma sagði
að pabbi hefði einu sinni orðið úti i stóru hríðinni og
stóra snjónum, og kanske dáið; en þá fór gamla Svört
heim að húsunum og alt fjeð á eft.ir henni, og pabbi
líka. Mamma gefur mjer stundum brauð handa gömlu
Svört“, hjelt Sigga áfram; „þá kemur hún til mín, og
jetur úr lófa mínum. Svo höfum við Nonni svo ósköp
gaman af lömbunum. Líttu á þau, maður!" Við gengum
nær. Gamla konan fór sjer að engu óðslega; hún hoifði
stóru og greindarlegu augunum á mig, og hallaði dálitið
undir flatt, eins og forðum; nú hvíldi meiri stilling og
alvara í svipnum á margra barna móðurinni og dfottn-
ingu hjarðarinnar, heldur en fyrir 8 árum.
Við gengum heim að bænum, litill kálfur var að
snudda í vaipanum. Nonni tók utan um hálsinn á hcn-
um og þeir fóru að glíma, í því þaut grár ketlingur
eítir hlaðinu. Sigga tók til fótanna á eftír honum út
fyrir bæinn ; og þar með var fylgd litlu systkinanna lokið.
í því bili kom Páll heim.
„Heill og sæll, Páll“, mælti jeg. „Þökk fyrir fylgdina
síðast. Nú er jeg kominn til að sjá nýja bæinn, og bú-