Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 282
276
BtfNAÐAKRIT
bænum, þaö er nú minst; en þaö veldur mjer sárari
þrauta og hugarangurs, eins og jeg er orðinn mikill
aumingi, aö þurfa stundum að ganga í verkin hans
Árna hjerna, þegar hann er ekki heima, sem alloft hefir
nú komið fyrir í vetur. Jeg er heldur enginn maður til
þess. Jeg hefði aldrei trúað því, fyrir nokkru síðan, að
jeg þyrfti að horfa upp á alla þá svívlrðingu í elli minni,
sem hjer er á skepnuhirðingunni, og geta ekkert aðgert.
Ann.ars ertu líklega búinn að sjá mótjelið af því.
Komstu ekki í húsin?“ — Jeg játaði því. — Hallur gamli
tók upp tóbakspunginn sinn og njeri hann á milli hand-
anna. „Hann er tómur, greyið", sagði hann. „Jeg hefi
oft verið tóbakslaus í vetur, og nú á jeg ekkert til.
Það kippir líka vel undir byrinn. Hann gengur líklega í
hríð í nótt, og þá kemst Árni ekki heim á morgun. Þá
verð jeg líklega að reyna að staulast í húsin, til að næra
blessaðar skepnurnar, en jeg kvíði fyrir því, það veit
Guð og trúa mín; en verst er tóbaksleysið. Þetta eru
alt saman eftirlaunin mín, Ásgeir minn. Jeg lifi á eftir-
launum, eins og ráðherrarnir". Pað var beiskja í iödd
gamla mannsins, er hann sagði þetta. „Si er munurinn*,
hjelt hann áfram, „að þeir fá laun sin borguð í lands-
sjóðspeningum, en jeg úttek mín iaun í tóbaksleysi og
öðru því, sem mjer er til kvalar og hugraunar". —
„Við verðum svartsýnir með aldrinum, Hallur minn“,
sagði jeg, og rjetti honum dálítið glas með neftóbaki,
sem jeg af tilviljun hafði i vasa mínum. „Hjerna er
einu sinni í nefið handa þjer, Hallur minn. f*jer veitir
ekki af því, ef þú þarft að verða fjármaður á morgun".
Hallur gamli leit á mig þakklætisaugum. „Ó, Guð launi
þjer fyrir mig“, mælti hann, og rjettí mjer kalda og
hnýtta hendina, sem mjer fanst þó hlýju og yl leggja af.
Svo kvaddi jeg gamla manninn. Páll kvaðst ætla að
skreppa með mjer út fyrir hraunið Það var farið að
dimma. Jeljagarðar þutu á hraðri ferð inn með fjöllun-
um, og það var farið að slita úr honum fjúlc. Fyrir