Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 274
268
BtfNAÐARRIT
Á undan hópnum fór svört rolla, ung og hvatleg, hún
leit til mín stórum greindarlegum augum og hallaði
dálítiö uudir flatt, um leið og hún rann fram hjá. Svo
fór Páll að láta inn. Það leyndi sjer ekki við fyrsta til-
lit að fjeð var fremur eðlisgott, enda var það snildarlega
hirt og vel fóðrað. Ærnar voru svipglaðar, snöggar í
framan og gengnar úr hárum, og tvævetlurnar að byrja
að spretta frá kjálkum. Litblærinn á fjenu var blakk-
hvítur, ærnar voru bústnar, hreinar og sómalegar. Geml-
ingarnir í góðri framför, fjörugir og holdagóðir. Páll hafði
eitt húsið fyrir sínar kindur, 30 ær og 10 gemlinga.
Kindur hans voru jafn fallegri en hitt fjeð. — Svo geng-
um við í hrútakofann. Það var bjart og rúmgott á hrút-
unum. Þeir voru ullarheilir, holdagóðir og sællegir. Þeir
höfðu lokið dagsgjöf sinni; ekkert eftir í gaiðanum,
nema nokkrar mosatætlur, þó voru þeir fullir, kviðgóðir
og leið vel. — Jeg gaf Páli auga, á meðan hann gaf í
fyrsta húsinu. Hneppin hans voru þjett og laglega tekin,
en ekki stór; hann gaf jafnt í garðann og slæddi ekki
ofan á hausana. — Jeg gekk út í stóra hesthúsið. í því
var lítil t.aðskán, gólfið sljett og borinn á það salli, og
stallurinn í góðu lagi. í þeim svifum kom Páll. Yið
gengum inn í hesthúskofann; þar var klárinn minn
geymdur. Par var iíka jaipsokkóttur foli íjörlegur, spengi-
legur, vel alinn, kembdur og strokinn. — „Jeg ætla að
skreppa með þjer út á mýrarnar", sagði Pall, um leið
og hann greip beisli og lagði við Sokka. Svo riðum við
á stað. Sokki reisti sig upp í fangið á Páli, setti lag-
lega geyflu á munninn og japlaði mjelin snoturlega;
hann setti afturfæturna fram undir sig og fór hálf hopp-
andi og hálf prjónandi á stað; svo kom töltið, ljett og
fjaðurmagnað, nokkur skeiðspor, hrein og skilagóð. —•
„Þú mátt ekki ríða eins og gikkur, Páll“, mælti jeg.
„Við skulum nota þessa stund og tala saman“. — Svo
riðum við samhliða, þó Sokka geðjaðist ekki sem best
að því; en hann varð að hlýða húsbónda sínum og láta