Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 176
170
BUNAÐARRIT
löndum Evrópu og víðar um „s m i t i b er a“ ; dýr, sem
hafa fengið gin- og klaufaveikina, en iöngu eftir að þeim
er albatnað, geta geymt sýkiefnið mánuðum, jafnvel ár-
um saman í líkamanum og stöðugt haldið áfram að
smita önnur dýr. Þetta er hliðstætt þvi, sem á sjer stað
með ýmsa aðra sjúkdóma t. d. taugaveiki (Abdominal
typhus), stífkrampa (Tetanus), kóleru, rauðsýki í svínum
o. fl. sjúkdóma. Enn vita vísindin þó ekki nákvæm-
lega hvar sýkiefmð geymist í smitiberanum. Þó vita
menn með vissu, að það getur geymst í hjartavöðvun-
um, mergnum og síðast en ekki síst í sprungum, sem
gjarnan myndast í klaufum þeirra dýra sem sýkjast.
Hutyra og Marck tala um naut, sem haldið er að hafi
smitað 2*/« áii eftir að það fjekk sýkina. Próf. Bang
skýrir frá því, að gin- og klaufaveikin hafi eitt sinn
brotist út i Noiður-Svíþjóð, fleiri mánuðum eftir að naut
frá Hollandi var flutt þangað. Nautið hafði sprungu i
klaufinni, sem hafði glenst í sundur einmitt um sama
leyti og sýkin byijaði, og aðra orsök var ekki hægt að
finna. Að sýkiefnið geti lifað lengi í sprungum í klauf-
um, hefir, meðal annara, Böhm sannað með því, að hann
sýkti dýr með hornflísum úr klaufum á dýrum, sem
höfðu haft sýkina fyrir 8 mánuðum.
Þá hafa nakvæmar vísindalegar tilraunir, studdar af
fjölda staðreyuda leitt í Ijós, að sýklefni gin- og klaufa-
veikinnar getur lifað lengifyrir utan dýrin
og þó verið fullkomlega sýkingarfært.
Yissu þessa hafa menn meðal annars aflað sjer með
því, að blanda munnslími eða vökva úr blöðru á sýktu
dýri með ýmsum efnum, sem síðan eru geymd, fljót-
andi, iök eða uppþurkuð í mjög mismunandi hita og
undir hinum ólíkustu lifsskilyrðum. Síðan eru efni þessi
sett í samband við heilbrigð dýr, þeim núið á slím-
himnurnar, dýrin latin jeta þau með fæðunni eða þeim
er spýtt inn blóðið. Jafn lengi og svona sýkimenguð efni
geta framleitt gin- og klaufaveikina i heilbrigðum dýr-