Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 14
8
BIÍNAÐARRIT
Hjá enn öÖrum er aö vísu bogteinn á móti honum, en
þá bogteinn meö allt öðru útliti og allt ööru efili. Sá
bogteinn er kallaður Y-bogteinn, en hinn alltaf X-bog-
teinn, hvort sem hann er í sæðis- eða eggfrumunni, og
hvort sem hann heflr á móti sór Y-bogtein eða ekki.
í hinu kyninu, hvort sem það nú er karl- eða kven-
kynið, eru aftur tveir X-bogteinar.
í þessum X-bogteini liggur nú erfðavísirinn til kynsins.
Hjá mönnum, sauðfé, hestum og nautgripum er staki
bogteinninn hjá karlkyninu. Kvenkynið heflr aftur engan
stakan bogtein, heldur tvo X-bogteina. Yið myndun egg-
frumanna verða þær því ailar eins, og fá X-bogtein,
sæðisfrumurnar verða aftur tvennskonar, sumar sem fá
X-bogtein og aðrar sem fá hann ekki. Þegar svo egg-
og sæðisfrumur sameinast, þá verður ýmist að egg-
fruman sameinast sæðisfrumu, sem heflr X-bogtein, eða
sæðisfrumu sem heflr hann ekki. — í fyrra tilfellinu
fær frjóvgaða eggfruman tvo X-bogteina og verður kven-
kyns, en í því síðara að eins einn, frá móðurinni, og
verður karlkyus. Og þar sem það myndast jafn margar
sæðisfrumur með X-bogteini og án hans, verða afkvæmin
jafn mörg kvenkyns og karlkyns, þegar nógu margt er
talið.
Kýrin heflr t. d. 32 bogteina í frumum sínum og tvo
X-bogteina að auki. Nautið hefir 32 bogteina og einn
X-bogtein. í öllum þroskuðum eggfrumum verða því 16
bogteinar og X-bogteinn, en í þroskuðu sæðisfrumunum
verða 16 bogteinar, og í helmingnum X-bogteinn, en í
hinum enginn X-bogteinn. Frjóvguðu eggfrumurnar fá
því ýmist: 16 —(— 1 X-bogtein +16 + 1 X-bogtein
eða 32 + 2 X-bogteina, og verða kvenkyns, eða 16
+ 1 X-bogtein + 16 og engan X-bogtein, eða 32+1
X-bogtein, og verða karlkyns.
Öfugt er þetta t. d. hjá hænsnunum. Þar hefir
sæðisfruman ætið tvo X-bogteina, en eggfruman einn
X-bogtein, og á móti honum Y-bogtein. Þar fá því allar