Búnaðarrit - 01.01.1930, Side 31
BlJNAÐARRIT
23
243 hefðu alla ríkjandi eiginleikana, og litu eins út.
5 hópar yröu jafnir að tölu, 81 einstaklingur í hvor-
um og hefði hvor þeirra 4 erfðavísira ríkjandi, en þann
5. vikjandi.
10 hópar yrðu með 27 einstaklinga í hóp. Þar væru
saman í hóp þær skepnur, sem hefðu 3 ríkjandi erfða-
vísira og 2 víkjandi.
Aðrir 10 hópar yrðu með 9 einstaklinga í hvorum hóp.
Það væru þau afkvæmin, sem hefðu 3 víkjandi, en 2
ríkjandi erfðavísira.
5 hópar hefðu 3 einstaklinga eins útlits. Það væru
þeir, sem hefðu 4 víkjandi erfðavísira og 1 ríkjandi, og
ioks væri 1 einstaklingur, sem hefði alla víkjandi erfða-
vísirana.
Nú eru margir bogteinar í frumum búfjárins. Hjá
he3ti eru þeir 60, hjá nautpeningi 34, hjá sauðfé 32,
hjá hænsnum 32, hjá svínum 40 — og hjá manninum,
sem nefna má með, eru þeir 24.
Það skilst því vonandi vel, að margbreytnin í sam-
eining bogteinanna er mikil. Af því leiðir, að erfðavísir-
arnir geta sameinast á svo að segja óendanlega marga
vegu, þegar þeir klofna hver frá öðrum í skepnum, sem
þeir hafa sameinast í við kynblöndun. í jurtaríkinu er
þetta notað mikið, til að finna þá einstaklinga, sem
sameina í sér marga eftiræskta erfðavísira, en þar er
hægra um vik en hjá búfénu. Æxlunin örari og einstakl-
ingarnir fyrri í gagnið. Til þess að finna t. d. einstakl-
inginn, sem væri hreinn með 5 víkjandi eftiræskta erfða-
vísira, yrði að hafa á annað þúsund einstaklinga í öðr-
um ættlið, og geta allir skilið að það er hægt með korn
á akri, en með kýr í fjósi er öðru máli að gegna.
Þet.ta ætti líka, betur en nolckuð annað, að geta út-
tlcýrt fyrir mönnum, hve hœpxð er að nota til undan-
eldxs slcephur út af mjög ólíJcum foreldrum, að ég eklci
tali um ólíJcum Jcynjuxn (t. d. íslenzJcu og erlendu /é).