Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 44
36
BÚNAÐ AKRIT
StUDdum geta tveir erfðavíairar eða fleiri, sem i raun
og veru eru ekki samverkandi, orsakað, að viss eigin-
leiki sézt betur eða veiður stærri. Þeir eru þá óbeint
samverkandi. — Úr jurtarikinu má útskýra þetta með
þekktu og rannsökuðu dæmi. Hveiti þolir misvel frost.
Svo virtist sem þar væri um tvo samverkandi erfða-
vísira að ræða, en þó eru þeir það óbeint. Annar gerir
það að verkum, að yflrhúð frumanna veiður þykkri, en
það eykur mótstöðu gegn frosti. Hinn gerir það að
verkum, að sykur-innihald frumusafans verður meira, en
því meira sem það er, því betur þolir hveitið frost.
Þarna er því að ræða um tvo óbeint samverkandi erfða-
vísira.
Vafalaust er þessu eins varið t. d. með nythæð kúnna.
Við kunnum ekki enn að greina þá eríðavisira að, sem
hafa áhrif á hana, en við vitum t. d. að til þess að kýr
mjólki mikið, þrrf hún, auk þess að hafa eðli til þess
að mjólka mikið, að vera hraust, og það h ýtur að erf-
ast með öðrum erfðavísir en t. d. júfuilag, eðli júfur-
frumanna, stærð æðanna, sem til júfursins liggja o. s. frv.
Líklega er þar um fjölda, bæði beint. og óbeint samverk-
andi erfðavísira að ræða.
1 1. Drepandi ogf hálfdrepandi erfðavisirar.
Hjá flestum lífverum, sem rannsakaðar eru nokkuð
til hlitar, eru fundnir eifðavísirar, sem þegar þeir sam-
einast í tvöföldum skamti vetka diepandi á skepnuna,
eða draga mjög úr staifsemi hennar.
Hjá húm Cur. Wiiedt fann, að í kúm var erfðavísir,
sem, þegir hann kom í tvöföldum skamti, orsakrði að
fóstrið drapst optast í móðuilifi, og að kalfarnir, þó þeir
fæddust lifandi, voru mismyndaðir. Þeir voru óvenjulega
gildir og með mismynduð, vansköpuð höfuð. Þeir eru
kallaðir Bulldog-kalfar.