Búnaðarrit - 01.01.1930, Qupperneq 46
38
BÚNaÐARRIT
Árið 1921 fæddust 12 slíkir kálfar á Yoss í Noregi,
og við rannsókn kom í ijós, að nautið, sem þeir voru
undan, og allar kýrnar, gátu rakið ætt sína til nauts,
sem hét Nikulás. Hann hafði haft hulinn þennan erfða-
vísir, og helmingur af dætrum hans fengið hann frá
honum. (Sjá 19. mynd).
Þegar svo tilviljunin gerði, að notað var naut út af
honum, sem var eitt af þeim afkvæmum hans, sem
bar erfðavísirinn, sameinaðist hann frá báðum foreldrum
í kálfunum, þeir fengu hann í tvöfö’dum skamti, og
eiginleikinn varð þar með sýnilegur. Ég hefi einu sinni
séð Bulldog-kálf hér á landi, svo erfðavísirinn er til i
okkar kúm.
Sami erfðavísirinn er til i sauðfé iiér á landi. Hefir
hann komið mjög greinilega í ljós á nokkrum stöðum,
og þar verið ijóst, að hann erfist nákvæmlega eins og í
kúnum. (Sjá síðar).
Viss spenabygging gerir að kýrin mjólkar
sig niður, verður lek. Vafalaust erfist erfðavísir
til þessa. Tölur hefi ég ekki, sem sanna hvernig hann
erfist, en eftir því sem ég hefi bezt getað séð á ferðum
mínum, kemur eiginleikinn því að eins að sök, að kýrin
hafi fengið erfðavísirinn í tvöföldum skamti eða frá báð-
um foreldrum. Slíkar kýr á ekki að nota til undaneldis,
því öll afkvæmi þeirra fá erfðavísirinn, og með því er
hann aukinn hulinn í kyninu, og þá meiri hætta á, a&
hann geti komið frá báðum í sama kálfi síðar, og þá
gert skaða. — Það sama gildir um nautin, og þó spena-
byggingin sé ekki eins greinileg hjá þeim og kúnum,
má þó ætíð með aðgæzlu sjá, hvort þau hafa erfðavísir-
inn í tvöföldum skamti, og á ekki að nota slík naut til
undaneldis. — Á nautgripasýninga-ferðalögum mínum,
undanfarin 3 ár, hefi ég hitt mörg slík naut, og fengið
því ráðið að þau hafa ekki verið notuð til undaneldis.
Fláttur kallast kýr, sem hafa samvaxna spena á ann-
ari eða báðum hliðum. Það er galli, enda þótt erfða-